Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 46
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
skurðarbekkur er við hvorn enda. Á fletina vi5 báða enda loksins er
skorinn bekkur úr köntuðum „snúnum böndum“. — Laglega gert.
4. Ártal: 1857.
5. Áletrun. Höfðaletursstafirnir eru víst: b ada þ / smr.
6. L: Keyptur hjá F. Möller, kaupm., 1888, Eskifirði.
7. L:------lokið auðsjáanlega nýtt.----Botninn þó, eins og lok-
ið, ekki upprunalegur.
MÞ: Badaþsmr (þ. e. B. Á. dóttir á þennan stokk með réttu).
1. 57.067. Stokkur úr eik, negldur saman með látúnsnöglum.
Rennilok með útstandandi handfangi (nokkuð skemmdu) á endan-
um. L. (stokksins) 33.7, br. 16.5, h. 12.
2. Talsvert margar sprungur og lokið klofið í tvennt; spengt með
trélistum innan á. Ómálaður. 73.A.C.
3. Lágt upphleypt jurtaskrautverk á loki, hliðum og göflum.
Stönglarnir eru allt að 1.5 sm breiðir, með innri útlínum, mynda
undninga og flétta sig hver í annan. Einstök frammjó blöð með
sveigðum smábogalínum við kantana; þessar smábogalínur skreyta
líka stönglana hér og þar. Tvö eða fleiri smáblöð geta einnig setið
saman í skúfum með þverböndum yfir. Þar sem greinar skiljast frá,
er ein lítil holjárnsstunga á stönglinum. Stönglarnir á lokinu mynda
víst þrjá bókstafi, sem teinungur er fléttaður í. Á því sem eftir er
af handfanginu sjást leifar af bekk, mynduðum af smáum, gagnsett-
um holjárnsstungum. Skurðurinn á hliðunum er samhverfur um lóð-
rétta miðlínu. Margir krókar flétta sig hver í annan. — Góð niður-
röðun og fallegt verk.
4. Ártal. Neðan á botninum er innskorið stórt ártal: 1767. Er það
svo vel gert, að það getur vel verið skorið af þeim sama, sem gert
hefur skrautverkið.
5. Áletrun. Bókstafirnir á lokinu: L 0 D ?
6. L: Gjöf frá löjtn. G. Lagercrantz, Stockholm, 1888. Úr bréfi
frá gefanda til Dr. A(rthur) H(azelius) 2/3 - 88: „För att med
Nordiska Muséets samlingar införlivas, har jag hármed áran över-
sánda ett förut omnámt skrin. Tyvárr kan jag nu endast meddela att
skrinet blivit av mig inkjöpt i en kyrkby ej langt frán Geysirs heta
kálla pá Island.“
7. MÞ:-------á loki stafirnir ÞOD.-----Úr Árnessýslu.
1. 58.098. Stokkur úr furu, annar gaflinn og lokið úr beyki. Lítil
umgerð ofan á lokinu úr beyki. Læsingin að nokkru leyti úr eik.