Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 36
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
6. L: Keyptur hjá frú Sigríði Magnússon, Cambridge, England,
22. 2. 1892.
8. Peasant Art, fig. 10.
1. 72.109. Kistill úr beyki.
3. Einasti útskurður er á umgerð, sem fest er á lokið, með bók-
stöfunum GMD, gagnskorið verk. Að öðru leyti er hann skreyttur
með máluðum jurtamyndum og máluðu ártali 1795. Hólf og skúffur
og handraði innan í.
6. L: Keyptur hjá frú S. E. Magnússon 1892, Cambridge, Eng-
land.
7. MÞ: Án efa íslenzkur.
STOKKAR
1. 35.142. Stokkur úr furu, geirnegldur, með renniloki (rennt
inn frá hliðinni). L. 29.2, br. 16.4, h. 14.3.
2. Stór sprunga er á botninum, að öðru leyti óskemmdur. Ómál-
aður. 4.Á.I.
3. Á lokinu, hliðunum og göflunum er upphleyptur útskurður,
allt að 3 mm hár, flatur að ofan. Á hliðum og göflum er jurtaskraut-
verk. Munstrin eru ofurlítið mismunandi, en alls staðar er samhverf
niðurröðun og lóðrétt miðlína. Aðalstönglarnir eru með innri útlín-
um og allt að 1.5 sm breiðir. Smágreinar, mjóar og sléttar, beygjast
og enda í kringlu. Fáein frammjó og sveigð blöð með skáhöllum inn-
skurði og að nokkru leyti með smáþverskurðum, þar sem dýpst er
skorið, og smáskorum í hæsta kantinn. Einnig eru fáein lykkjumynd-
uð blöð. Á hliðunum er hinn upprétti stofn í miðju mjór, eins og
hliðargreinarnar annars eru. Hann endar efst í stórum kólfi með
perluröðum þvert yfir og röðum af litlum tungulöguðum blöðum,
sem skilin eru hvert frá öðru með blaðstrengjum. Hinir tveir breiðu
aðalstönglar á framhliðinni hefjast upp og enda í skúf, samsettum af
stórum kólfi, litlu blaði og tveimur kringlum á leggjum. Á báðum
göflunum ber mest á kólfum, sem hafa breiðan, uppréttan miðstofn
og eina breiða hliðargrein til hvorrar hliðar. Á bakhliðinni er stór
blaðskúfur í staðinn fyrir kólfinn í báðum aðalvafningunum. Eitt