Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 39
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
43
sem blöð og hliðargreinar koma út. (Skrautverkið minnir á norska
rósamálningu.) — Öllu mjög vel niðurraðað á fletina. Fallegt verk.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá fyrri hluta 19. aldar.)
5. Áletrun. Úr fléttunum á lokinu má kannske lesa: I S D?
6. L: Fil. kand. Rolf Arpi, Uppsölum, keypti 23. 11. 1882.
7. MÞ: Rósirnar á lokinu mynda víst bókstafina G S D A(?).
8. Afbildningar, pl. 16, nr. 78, 79, 80. Peasant Art, fig. 21 og 22.
1. 35.145. Stokkur úr furu, negldur með trétöppum. Fals fyrir
rennilok. L. 30.5, br. 16.5, h. 15.2.
2. Dálítið sprunginn, að öðru leyti óskemmdur. Lok vantar.
74.A.á.
3. Á hliðunum og göflunum er upphleypt jurtaskrautverk, 2—3
mm hátt. Stönglarnir verða allt að 2.5-3 sm breiðir, en flestir þó
mjórri; flatir að ofan með innri útlínum. Þverband er aðeins eitt á
hvorum gafli, þar sem tveir samhverfir undningar eru tengdir sam-
an. Annars er lítil þríhyrnd stunga með sveigðum hliðum á stönglin-
um, þar sem greinar skiljast frá. Margir undningar. Litla „kringlan“
innst í þeim hefur oft „blaðhettu" og „hnakkablað" eða dálítinn tein-
ungsbút út frá „hnakkanum“. Blöðin eru að mestu leyti einstök,
frammjó og sveigð og að nokkru með skáhöllum skurði niður. Blöð
með tungur á kantinum koma fyrir. Munstrið er ekki alveg það sama
á báðum hliðum, en á báðum er stór, liggjandi S, útflúruð með smá-
krókum. Gaflarnir eru hvor öðrum líkir, samhverf niðurröðun um
miðlínu. Miðstofninn reisir sig upp frá tunguskorinni grunnlínu.
Stönglar mynda báðir saman hjarta með tveimur vafningum undir.
Inni í hjartanu er lítil pálmetta. — Fremur fallegt verk.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Frá 18. öld seint eða fyrri hluta 19.)
5. Áletrun engin.
6. L: R. Arpi, Uppsölum, keypti, 23. 11. 1882.
1. 35.146. Stokkur úr furu, festur saman með trétöppum. L. 17.9,
br. 8.1, h. 8.5.
2. Talsvert slitinn á yfirborðinu. Lolc vantar. ómálaður. 75.1.n.
3. Þrjár höfðaleturslínur eru skornar á hvora hlið, tvær á annan
gaflinn og latneskir stafir (ANO) og tölustafir á hinn.
4. Ártal: 181 (sic).
5. Áletrun er ekki auðveld aflestrar, sbr. 7. lið.
6. L: R. Arpi, Uppsölum, keypti, 1882.