Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 31
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
35
skrautverk á miðflötunum. Er það eins konar blaðverk með „kringl-
um“ og löngum, sveigðum, frammjóum blöðum með smáinnskurðum
í kantana. Á hliðunum og göflunum er „kringlunum“ alltaf komið
fyrir meðfram efra og neðra kanti á fletinum. Blöð með djúpum inn-
skurði eftir miðjunni fylla út. Á lokinu myndar sams konar skurður
bókstafi. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá miðri 19. öld.)
5. Áletrun: Bókstafirnir á lokinu K I C D eða K H D (eða
K M D) ? Höfðaleturslínurnar:
kistanlæs æstgeime æraeck ieurhene abolid
tafgulligl rsteinaki inæstn fæstorm skiæra
6. L: Gjöf frá A. Thorsteinsson 1891, Reykjavík.
7. L tekur bókstafina á lokinu fyrir K M D. Það sama gerir MÞ.
(Ath. Kistilinn má bera saman við Þjms. 4108, 5458 og 6983, enn,
fremur nr. 123 í Wards-safni, sem allir eru taldir vera eftir Bólu-
Hjálmar. Ritstj.)
1. 72.101. Kistill úr furu, geirnegldur, botninn festur á með tré-
töppum. Merki sjást eftir hjörur og skrá. Skráarlauf úr járni; hand-
raði. L. 46.5, br. 31.1, h. 25.5.
2. Lok, hjörur og skrá vantar, og eins botn handraðans. Nokkuð
sprunginn. ómálaður. 74.A.U.
3. Á báðum hliðum og göflum er jurtaskrautverk, sem komið er
fyrir í innskornum langhyrningi. Er það dregið með kröftugum lín-
um, um 4 mm djúpum. Útskurðurinn á báðum hliðum og göflum er
líkur innbyrðis. Samhverf niðurröðun um lóðrétta miðlínu. Stöngul-
breiddin er mjög breytileg. Miðstofn framhliðarinnar er 3 sm breið-
ur neðst. Allar greinar, smáar og stórar, vef jast meira eða minna upp
og enda í ávölu „þykkildi“, að nokkru leyti með kringlóttri holu og
innskorinni miðlínu. Á hliðunum eru nokkrir kílskurðir innan við
lóðréttu línurnar við enda langhyrningsins. Hliðarnar eru strikhefl-
aðar ofan á kantinum og sömuleiðis skáflöturinn á framkanti hand-
raðaloksins. — Fremur grófur útskurður, en sæmilega gerður.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá fyrri hluta 19. aldar.)
5. Áletrun engin.
6. L: Keyptur hjá frú S. E. Magnússon 1892, Cambridge, Eng-
land.
1. 72.102. Kistill úr furu, geirnegldur, botninn festur á með
látúnsnöglum og (líklega síðar) venjulegum járnnöglum. Okar eru