Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 80
84
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. 188.556. Partur af stokkloki Úr tré. L. 12.3, br. 5.1.
2. Rifa þvert yfir, límd saman.
3. Leifar af teinungaskrautverki, nánast dregið með innskorn-
um línum, en verkar á vissan hátt upphleypt. Skorið er allt að 3 mm
djúpt niður. Þar sem stöngullinn er breiðastur, er hann 1.3 sm, flat-
ur að ofan með innri útlínum. Undningur með „kringlu“ innst og
skúf, sem samanstendur af þremur stönglum með vafningum. —
Mjög laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: Á bakhliðina er innskorið A (lítur nýlega út).
6. L: Nr. 45 í skrá yfir safn Helga prests Sigurðssonar, Akra-
nesi. Samkv. athugasemd í skránni hefur þessi hlutur verið látinn í
skiptasafnið (bytessamlingen). Við könnun 1932 var honum gefið
ofangreint númer. — Ekkert nánara um hlutinn.
7. Við 45 í HS minnsta hf. stendur: Læsingarlok (— partur af
prjónast. — loki til að herða á og enn og læsa stokknum),1) útskorið.
Áreiðanlega nr. 12 í HS stærsta hf.: Læsingarlok af prjónastokk,
með hringgreina skurði. Það er apturpartur af lokinu, sem greipt
var ofaní aptari part aðalloksins, ljek á sama trénagla sem það, og
þegar því, frá hliðinni, var rennt og þríst í gróp sitt, eptir að búið
var að snúa aðallokinu yfir stokkinn, herðti það svo fast að þessu
loki fram á við, að prjónastokkurinn varð þarvið sem læstur.
SPÖNASTOKKAR
1. 35.111. Spónastokkur úr beyki, eintrjáningur. Venjulegt lag
með mjóum miðhluta og tveimur ávölum útvíkkunum; kringlulöguð
framlenging aftur af annarri útvíkkuninni. í henni er trétyppi, sem
hverfilok hefur leikið á. Drekahöfuð er framan við hina útvíkkun-
ina. L. 43, br. 9.5, h. (með typpinu) 10.8.
2. Lokið vantar. Sprunginn, lítur út fyrir að vera nokkuð feysk-
inn. Ómálaður. (Mynd ómerkt.)
3. Gin drekahöfuðsins fyllist út af tungunni. Neðan á neðra skolt-
inn er djúpt innskorinn sporbaugur. Samhliða bogalínur yfir nasa-
!) í málsgreininni milli sviganna er eitthvað brenglað. (Þýð.)