Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 107
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
111
2. Óskemmt, aðeins nokkrar smáflísar brotnar af. Ómálað. 14.Z.z.
og ómerkt mynd.
3. Ofan á sveigða handfanginu er fremur óreglubundið, innskor-
ið stönglaskrautverk: Tveir stönglar, 5-10 mm breiðir, með innri
útlínum, eru fléttaðir saman; hvor um sig endar í tvíflipuðu blaði.
Annar blaðflipinn er rúðustrikaður ferhyrningur, hinn er frammjór
með mjóum skipaskurði eftir miðjunni, og annar hefur innri útlínur-
Hornin milli stönglanna eru einnig skreytt með rúðustrikum. Báðir
endakaflarnir hafa upphleypta bylgjuteinunga. Stönglarnir eru flatir
að ofan, og milli þeirra og blaðanna er skorið 3-4 mm djúpt niður.
1 hverri beygju er þríflipað blað, einn flipinn er þríhyrndur, tveir
langir og mjóir, allir með skurð eftir miðjunni, þeir mjóu hafa líka
innri útlínur. Á beina handfanginu eru nokkrir grunnt rissaðir hring-
ar utan um hina ýmsu parta, nokkru dýpra innskorin lína er utan
um miðkúluna og sitt hvorum megin við línuna kílskurðarraðir. Kefl-
ið hefur á hinum tveimur, næstum lóðréttu hliðum (hallast örlítið)
línur (sína á hvorri) með innskornum latneskum bókstöfum og sam-
bland af latneskum stöfum og höfðaletri, upphleyptu, á hinum þrem-
ur flötunum. — Góður heildarsvipur og öryggi í verkinu, en með
óreglubundnum smáatriðum.
4. Ártal ekkert. MÞ: Líklega frá 17. öld.
5. Áletrun: (5) DVM DÆMD Z PRIFI H I D (innskorið)
(1) FLESTAR Dlgdlr FAD ]
(3) d AF STRIdl SIERTU Z ue 1 (upphleypt)
(2) u FLIOd FIn(?)du el gRAn J
(4) RTV SÆTA RIOD SÆM (innskorið)
6. L: Keypt hjá Friðrik Möller, kaupm., Eskifirði, ísland, 12. 10-
1887.
8. Afbildningar, pl. 11, fig. 50. Peasant Art, f g. 66.
1. 65.059. Trafakefli úr furu, beint að neðan, ávalt að ofan. Hand-
föngin til orðin með því að tálga undan þeim. Á öðrum endanum er
handfangið líkt hendi í lögun, en ekkert beygt, á hinum endanum er
handfang (undirskorið) til að grípa um. Hálfkringlulagaðir kaflar
eru báðum megin við það og sá þriðji við fremra handfangið. L. 56.3,.
br. 11.1, h. 5.3.
2. Lítið skemmt, en margar sprungur. Ómálað. (Mynd ómerkt.)
3. Á sjálft keflið, sitt hvorum megin við eftra handfangið, er inn-
skorið Anno og ártal. Annars er keflið allt þakið af jurtaskrautverki