Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 94
98
ÁRBÓK FORHLEIFAFÉLAGSINS
HS minnsta hf.: Sjá undir 64.948 a. Hlýtur að vera nr. 168 í HS
stærsta hf.:-----Botnana fekk eg í Mela og Leirár sveit.
1. 72.111. Trafaöskjur, hliðar úr eik, lokplata úr beyki, botn úr
furu; kringlóttar, festar saman með trétöppum og tágum. Þverm.
um 23, h. 9.
2. Sprungnar og trétappar dottnir úr, viðgerðar með nöglum og
nýju eikarstykki. Ómálaðar. 74.1.aj.
3. ÍJtskurður ofan á lokinu. Meðfram kantinum er bylgjutein-
ungur, nánast dreginn með innskornum línum. í hverri beygju er
„kringla" með „hnakkablaði“ með þríhyrndri stungu í. Þar fyrir
innan, á lækkuðum grunnfleti, er stór jurt upphleypt um það bil
2 mm. Miðstofn og greinar, sem ganga ósamhverft til beggja hliða,
flatar að ofan með innri útlínum og þverböndum, enda í löngum,
frammjóum, sveigðum blöðum. Smá„kringlur“ ganga út hvor til sinn-
ar hliðar á stönglunum. Miðstofninn endar með blómi, sem saman-
stendur af þremur litlum og einni stærri lykkju og frammjóum,
sveigðum blöðum. Myndin er undarleg. Neðan á botninn eru rissaðir
sjö hringar hver innan í öðrum. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Keyptar hjá frú S. E. Magnússon 1892, Cambridge, Eng-
land.
ASKAR
1. 5.130. Askur úr furu, venjulegt lag, með bumbuvöxnum hlið-
um, stórt og lítið handarhald. Lokið er fest í það stærra. Gjarðir að
ofan og neðan og um miðjuna. Miðgjörð lítur út eins og hún væri
þrædd gegnum stafina (er í raun og veru aðeins bútar, sem felldir
eru inn, sjá undir 6., MÞ). H. 14, þvm. um 23.5.
2. Gisinn. Aðeins nokkrir bútar eftir af miðgjörðinni. Talsvert
ormstunginn. Ómálaður. 43. mynd. 4.Á.p.
3. Útskurður bæði á hliðunum, handarhöldunum (eyrunum) og
ofan á lokinu. Á eyrunum eru aðeins nokkrar beinar, innskornar lín-
ur og eins konar kílskurður með sveigðum hliðum. Á hliðunum er
flatt upphleyptur bylgjuteinungur með innri útlínum (miðgjörðin