Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 119
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
123
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Gjöf frá Rolf Arpi, stúdent, Uppsölum, 1875. „Smíðuð af
íslenzkum bónda nálægt Reynivöllum, ekki langt frá Reykjavík.“
Nord. Muss Inv. katal.
8. Peasant Art, fig. 71.
1. 35.119. Sængurhestur (rúmfjöl) úr furu, eins og rúmfjöl með
þrjá fætur; eru þeir festir með þynnri hluta sinn aftan á fjölina, en
þykkari hlutinn stendur niður fyrir neðri kant fjalarinnar. L. 96.5,
br. (fjalarinnar) 17.2, þ. um 1.5.
2. Sprunga á vinstra fæti, að öðru leyti óskemmdur. Fætur og
49. mynd.
bakhlið brúnmálað. Framhliðin er máluð með svörtu, ljósgrænu,
rauðu og gulu (ljósgræna málningin sést einnig undir hinum litun-
um), málningin er orðin nokkuð máð. 49. mynd. Ljósmyndapl. ótölu-
sett.
3. Útskurður er á framhliðinni, sem einnig hefur strikaða og af-
sneidda kanta. Á miðjunni er hringur með krákustígsbekk. Innan í
honum eru stafirnir IHS með höfðaletri; lóðréttur stöngull eða band
er í miðju H-inu. Yfir stöfunum eru innskornar línur, geislastæðar
eins og sólargeislar, annars er útfylling af bogalínum og þríhyrnd-
um, sveigðum skurðum, sem næstum líta út eins og eldblossar, sem
slær út kringum stafina. Nokkrir blaðflipar utan við hringinn í
„hornunum“. Höfðaleturslínur ganga meðfram köntunum að ofan og
neðan og milli þeirra bylgjuteinungur, fremur einfaldlega dreginn,
með innskornum línum og þríhyrndum, löngum og sveigðum skurð-
um, sem „hola“ blöðin. I hverri beygju er uppvafin grein og fjögur