Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 9
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
13
leturslínuna á lokinu, lítur út fyrir að vera 1659 og að talan 6 sé
skorin ofan í töluna 8.
5. Áletrun:
þessistock kistannlæst rsteina stneurhenni
urergiör medgullid skæraa næstorma
durartali glæstgeimi ldreifæ Bolidkæra
dsemer 1859
6. L: Fil. kand. Rolf Arpi keypti. Uppsalir. 22. 11. 1884.
8. Peasant Art, fig. 8.
1. 58.09A. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum. Skrá,
skráarlauf og hjarir úr járni, hjörurnar festar með nöglum. Læs-
ingin gamaldags og biluð. Merki sjást eftir oka, sem festir hafa verið
undir enda loksins við gaflana. Merki sjást eftir handraða. L. (loks-
ins) 50, br. 30, h. 29.
2. Sprunginn og flísar brotnar af. Læsing biluð. Okana undan
lokinu og handraðanum vantar. Ómálaður. 73.A.Í.
3. Útskurður á hliðum og göflum. Hliðarnar eru innbyrðis
líkar, gaflarnir sömuleiðis. Gaflarnir eru alveg þaktir með band-
brugðnum „tiglafléttum", að mestu leyti mjög lágt upphleypt, en
skorið dýpra niður meðfram köntunum. Breidd bandanna er mjög
breytileg, milli 1 og 3 sm, með innri útlínum. Hliðarnar hafa lóðrétta
bekki af „snúnum böndum“ yzt á endunum. Milli þeirra eru höfða-
leturslínur meðfram efri og neðri kanti, og á milli þeirra bylgjutein-
ungur, mjög stórgerður, grófur og kantaður, með upphleyptri verk-
an, skorið allt að 4 mm djúpt niður. Stöngullinn er allt að 3.5 sm
breiður, flatur að ofan, með innri útlínum og þverböndum. í hverri
beygju er nokkurs konar blað, sem samanstendur af einum eða fleiri
flipum, sumum með þverbönd. Nokkur blöð meðfram köntunum líta
út eins og afskornir stönglar með þverböndum yfir. — Ekki sérlega
fínn útskurður.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Virðist vera frá um 1700.)
5. Áletrun. Höfðaleturslínurnar: ogleidaauegu astodogue
mþinumþierueit ndaollutilgre
6. L: Keyptur fyrir meðalgöngu S. Vigfússonar 1888. Reykjavík.
7. L: „Inskriften i sin helhet kan man ej tyda dá början av den-
samma státt pá det ursprungliga locket och det nuvarande ár-nyare.“
(Ath. Úr sálminum Hver sem að reisir hæga byggð, sbr. nr. 44.161,
Árbók 1955-56, bls. 98-99.)
ragnhil
durgis
ladottir