Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 8
12
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lega upprunalega hefur gengið dálítið fram yfir framhliðina. Hand-
raði er með loki á tappahjörum. L. (loksins) 37.7, br. 21.5, h. 20.5.
2. Dálítið sprunginn. Ómálaður. ö.Á.u.
3. Mjög vandað verk, með strikheflun ofan á efra kanti hliða og
gafla, á listunum undir lokinu og á fremra kanti handraðaloksins.
tJtskurður á loki, hliðum og göflum. Innan við slétta umgerð er
grunnurinn dálítið lækkaður, og á honum er lágt upphleypt skraut-
verk. Alls staðar eru teinungar eða teinungshlutar. Á lokinu er
stór spegii-nafndráttur í hring. Á framhlið er stöngullinn 2.5 sm
breiður við byrjun sína, annars er breiddin mjög breytileg; hefur
innri útlínur og þverbönd. Hinir litlu, þríhyrndu skurðir, sem mynda
krákustígsbekki í þverböndunum yfir greinar og blaðflipa, hafa eina
lóðrétta og tvær hallandi hliðar. Teinungarnir á báðum hliðum mynda
tvo aðalvafninga. Á göflunum aðeins einn „krókur“. Á lokinu eru,
fyrir utan hringinn á miðjunni, stuttir bylgjuteinungar, sinn með-
fram hvorum enda. Er hér sams konar skurður og á hliðunum, en
hér eru hinir stóru blaðflipar rúðustrikaðir. — Mjög laglegt og ná-
kvæmt verk.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá fyrri hluta 19. aldar.)
5. Áletrun. Nafndrátturinn á lokinu; stafirnir gætu verið:
F K D ?
6. L: Fil. kand. R. Arpi keypti. Uppsalir. 8. 12. 1883.
7. MÞ les stafina í nafndrættinum T K D
8. Peasant Art, fig. 5.
1. UU.163. Kistill (MÞ: Stokkur) úr furu, geirnegldur, botninn
festur á með látúnsnöglum. Lokið nær hvergi út yfir. Hefur það fals
eftir köntunum, svo að neðra borðið gengur niður í stokkinn. Gat er
á miðjunni. Á annarri hliðinni er einnig gat (skráargat?). L. 19.3,
br. 13.3, h. 9.7.
2. Nokkrar flísar brotnar úr. Á miðjum báðum hliðunum efst
eru ferköntuð göt, sem trétappar eru felldir í; annað þeirra gæti
hafa verið skráargat(?). Gatið á lokinu er ef til vill eftir typpi.
Ómálaður. 74.1.r.
3. Þrjár höfðaleturslínur eru á hvorri hlið og eins á göflunum,
en á lokinu fjórar. Eftir miðju lokinu er krákustígsbekkur með kíl-
skurði sem skil milli línanna. Stafirnir eru ekki sem allra bezt
skornir.
4. Ártal. Grunnt innskorið og slitið ártal aftan við síðustu höfða-