Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 76
80
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. 59.835. Prjónastokkur úr beyki, festur saman með trétöppum.
Ferkantaður þverskurður. Með griploki, sem grípur um uppstandara
á báðum göflunum. L. 28, br. 4.6, h. 5.4.
2. Margir af trétöppunum eru dottnir úr. Læsingarútbúnaður á
lokinu (hjól og tappar) brotinn. Allmikið slitinn. Leifar af blárri
málningu. 73.A.aa.
3. Tvær höfðaleturslínur eru á hvorri hlið, á öðrum gaflinum og
lokinu. Þar sem tappalæsingin hefur verið er kílskurðarumgerð. Á
hinum gaflinum er innskorið ártal. — Ekki sérlega fínt verk.
4. Ártal: 1843.
5. Áletrun:
gudrunionsd alskindandieinsogs mandihialamsinsst an
ottiraþenans oletirdagatandalio olilituumaldia ld no
6. L: Keyptur hjá A. Feddersen 1888, Kaupmannahöfn.
1. 59.836. Prjónastokkur úr birki (?), festur saman með trétöpp-
um. Ferkantaður þverskurður. Með renniloki með tveimur ávölum,
útstandandi spöðum sem handfangi á öðrum endanum. L. (með hand-
fangi) 24.8, br. 5.8, h. 5.
2. Óskemmdur. Ómálaður. 73.A.á.
3. Útskurður á hliðum, göflum og loki. Alls staðar höfðaleturs-
lína í miðju og krákustígsbekkir með breiðum kílskurði meðfram
köntunum að ofan og neðan. Við annan endann á lokinu er einnig
krákustígsbekkur. — Fremur fallegt verk.
4. Ártal: 1882.
5. Áletrun: Kristiniohanne / sdottirasello / ne / aridmdccclxx /
xii /
6. L: A. Feddersen seldi 16. 6. 1888, Kaupmannahöfn.
1. 59.837. Prjónastokkur úr furu, festur saman með trétöppunu
Ferkantaður þverskurður. Með renniloki. Hefur haft lausa ytri gafla
og tvöfaldan botn. Sín skúffan er í hvorum enda milli botnanna.
L. 27.5, br. 5.6, h. 4.5.
2. Báða lausu ytri gaflana vantar. Dálítið farinn að losna um
samskeytin og nokkrar flísar brotnar af. Ómálaður. 73.A.á.
3. Útskurður á lokinu, þrjár holjárnsstungur til að taka í; kíl-
skurðarröð (laufaskurður) með hinum köntunum. Miðflöturinn er
í umgerð af innskornum línum og eru þar fjórir höfðaletursstafir og
kílskurður á strikunum milli þeirra og upphleypt ártal (myndað af