Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 56
60
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
mjög ójafnir og ruglingslegir, en skemmtilegir. Bókstafirnir og ár-
talið er bezt gert.
4. Ártal: 1769.
5. Áletrun aðeins Anno (latneskt A, nno með höfðaletri).
6. L: Frá H. Sigurðssyni 1888, Akranes.
Nr. 193 í HS stærsta hf.: Skorinn stokkur, loklaus, með ártalinu
(anno) 1769. Hann er því nú (1882) 113 ára. Hann fekk eg útá Akra-
nesi; frá Kára á Bræðraparti.
1. 65.102. Stokkur úr beyki, lok og botn úr furu, geirnegldur.
Botninn festur á með trétöppum. Með renniloki. L. 15.3, br. 7.1, h. 6.
2. Dálítið rispaður og nokkrar flísar brotnar af. Ómálaður. 74.I.Ö.
3. Útskurður á hliðum, göflum og loki. Á hliðum og göflum er
jurtaskrautverk með upphleyptri verkan, skorið allt að 4 mm djúpt
niður. Hliðarnar eru báðar með sama skrautverki, aðeins snúið við
(þ. e. annað sem spegilmynd af hinu). Stöngull liggur á ská og endar
að neðan í blaðskúf, að ofan vefur hann sig upp í undning. Hér eru
nokkur margflipuð blöð. Hliðargrein myndar líka undning og blað-
skúf. Stöngulbreiddin er mjög mismunandi. Stöngullinn fær sér-
kennilegan svip við það, að útlínan á einum stað gengur í tvo boga
inn eftir með oddi á milli. Gaflarnir eru einnig innbyrðis líkir, með
samhverfri niðurröðun um miðstofn, tveimur undningum og marg-
flipuðum blöðum. Alls staðar hafa stönglarnir, fyrir utan innri út-
línur og þverbönd, smástungur, eins og gerðar með hnífsoddi. Hinir
einstöku blaðflipar hafa mismunandi lögun (hálfmánalagaðir, þrí-
hyrndir, strikmyndaðir, ávalir með legg) og „holaðir" með tilsvar-
andi skurði. Á miðju lokinu eru flatt upphleyptir þrír stórir latneskir
skrifstafir á lækkuðum, ávölum grunnfleti og í kring þrír innskornir
sporbaugar, hver innan í öðrum. — Gott verk, sérstaklega hafa hlið-
arnar góðan svip.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Virðist vera frá 18. öld.)
5. Áletrun. Stafirnir á lokinu: I S D.
6. L: Frá H. Sigurðssyni 1888, Akranes.
Hlýtur að vera nr. 4 í „Viðbót“ í HS stærsta hf. Þar stendur:
Skorinn stokkur, ga^nall, með rennilok, sem er nokkuð yngra, og með
upphleyptum stöfum: I S D, innan í þrístrikuðum, aflöngum hring.
Stokkurinn er norðlenzkur (úr Miðfirði eða Húnavatnssýslu); og
fekk eg hann, 1882, hjá Björg vinnukonu á Læk.