Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 101
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
105
3. títskurður á lokinu. Á klofanum eru bekkir með þríhyrndum
skipaskurði; lága upphækkunin við tunguna að framan hefur líka
bekki, annars eru tvær rákir yzt meðfram kantinum og kílskurðar-
hringar hver innan í öðrum. Innst er valhnútur og hringur af flatt
upphleyptum böndum, með innri útlínum. í miðju er sívalt typpi sett
inn. — Vel gert.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: ísland. Dalasýsla. Keyptur hjá adj. A. Feddersen í Kaup-
mannahöfn, 10. 10. 1887, af A. Hazelius. Bilaga: I. A. H. 1887. En
förteckning: „Dryckeskar (kaffelukt).“ Þ. e.: Drykkjarker (kaffi-
lykt). (Getur vel átt sér stað, hann er líka svartur að innan.)
8. Afbildningar, pl. 14, nr. 70 (þar hefur minna eyrað gleymzt).
Peasant Art, fig. 31.
1. 6J/..963. Askur (hef ekki séð hann sjálf) úr eik (valt að treysta,
á ljósmyndinni lítur það út fyrir að vera fura), með tveimur eyr-
um. (Auðsjáanlega venjulegt lag.) H. 5, þvm. 6.5.
2. Sprunginn og dálítið stykki brotið af. Ómálaður. (Á ljósmynd-
inni sést greinilega, að botngjörðina vantar.) 73.A.m.
3. Við annað handarhaldið er fest lok, skreytt með skipaskurði.
(Á ljósmyndinni sést, að það hefur m. a. kílskurðarröð (laufaskurð)
meðfram kantinum og skipaskurðarstjörnu á miðjunni með typpi í
miðpunkti.)
6. Frá H. Sigurðssyni 1888, Akranes.
(Allar ofanritaðar upplýsingar eru frá L. Gripurinn sjálfur fannst
ekki í júlí 1954.)
Samkvæmt H nr. 58 í HS minnsta hf. Þar stendur: Askur, mjög
lítill, með skornu loki, útholaður um bumbinn.
Hlýtur að vera nr. 158 í HS stærsta hf.: 158. Lítill askur með
skornu loki og 2 handarhöldum; líklega smíðaður á miðri 18. öld, til
þess að vera barnagull konu Jóns sýslumanns Arnórssonar yngra,
er varð sýslum. í ísafjarðarsýslu 1774 (og deyði 1796). Sjá eptir-
mæli 18. aldar bls. 675. — Magnús á Núpi í vesturparti ísafjarðar
sýslu smíðaði askinn og gaf stjúpdóttur sinni hann, sem barnagull.
Þessi stjúpdóttur (sic) hans varð síðan kona nefnds Jóns sýslumanns
Arnórssonar. Svo fekk Kristín dóttir þeirra askinn, svo Helga dóttir
hennar, svo Sigríður dóttir Helgu. Þessi Sigríður fluttist síðan vest-