Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 15
19
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
2. Lokið vantar. Talsvert margar sprungur, og nokkrar flísar
brotnar úr botninum. Ómálaður. 74.A.ac.
3. Jurtaskrautverk á hliðum og göflum, með upphleyptri verkan,
skorið allt að 7 mm djúpt niður. Á öllum flötunum takmarkast jurta-
skrautið til beggja hliða af lóðréttum bekkjum af ílöngum sexhyrn-
ingum. Jurtaskrautverkið er alls staðar með sömu undirstöðuatrið-
um, stönglar með mjög breytilegri breidd, innri útlínur og þverbönd
með perluröðum (kantaðar, óreglulegar perlur). Hver grein endar í
undningi með kringlóttu „þykkildi" innst. Niðurröðun er samhverf
um lóðrétta miðlínu á framhliðinni og báðum göflunum. Á bakhlið-
inni eru teinungskrókar, sem byrja í neðra horni til vinstri.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Að líkindum frá fyrri hluta 19. aldar.)
5. Áletrun engin.
6. L: ísland. Dalasýsla. Hazelius keypti hjá A. Feddersen 1887.
Kaupmannahöfn.
1. 59.206. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum (og nokkr-
um járnnöglum, líkl. síðar). Hjörur úr járni. Merki sjást eftir litla
skrá; nú er stór járnhespa og kengur fyrir hengilás. Okar eru festir
undir enda loksins við gaflana, sinn járnkengurinn er festur í hvorn
gafl. L. (loksins) 37, br. 22.7, h. 21.3.
2. Upprunalegu læsinguna vantar. Smásprungur. Ómálaður.
59.A.j.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum með upphleyptri verkan,
skorið allt að 5-6 mm djúpt niður. Á framhlið, bakhlið og öðrum
gaflinum og fletinum eftir miðju lokinu endilöngu er hreint jurta-
skrautverk. Mesta stöngulbreidd er um 1.5 sm. Alls staðar er strik-
hefluð umgerð kringum útskornu fletina. Á framhliðinni er teinungs-
bútur, sem byrjar í vinstra horni að neðan, myndar stóran aðalvafn-
ing, sem er útfylltur af stóru blaði, eins og liggjandi „pálmettu" með
fjórtán blaðflipum og þverbandi yfir. Allir fliparnir eru mjóir, þar
sem þeir koma út, en breikka upp í toppinn; er alltaf annar hvor
heill og annar hvor „holaður“, svo að hann lítur út eins og lykkja.
Annað blaðið framlengist sem stöngull, sem í næstu beygju endar með
„blævæng“ af líkum blaðflipum. f þessari beygju er samhverfi um
lárétta miðlínu. Stönglarnir beygjast í hér um bil hjartalagaða mynd,
vefjast upp í króka og enda hvor um sig í lítilli „pálmettu“ af líkri
gerð og sú stóra. Utan með, við útkanta flatarins, eru nokkur þrí-
flipuð „holuð“ blöð, og enn fremur ein tvö einstök blöð með „bát-