Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 132
136
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
voru fáeinar stærri en aðrar og lágu alveg við næluna og munu
hafa verið á miðju steinasörvinu. Milli nælunnar og kjálkabrotanna
var þríblaðanæla af norsku gerðinni, en til hliðar við nælurnar
hringprjónn úr bronsi. Þegar grafið var aftur eftir gröfinni og
botni fylgt, fannst armband, snúið úr tveimur bronsþráðum, 40 sm
aftar en kúpta nælan, og hjá því kögglar úr úlnlið og stúfar fram-
handleggsbeina, sem varðveitzt höfðu fyrir áhrif frá bronsinu; arm-
baugurinn hafði verið á vinstri hendi. Til hliðar við hann var sigð
úr járni, og rétt hjá honum var dálítil bronsspöng af belti og mun
hafa verið í mittisstað. Hér fyrir aftan var kumlið gjörblásið, svo
og til beggja hliða.
Allar lágu leifar þessar undir þunnu moldarlagi, sem eflaust
mundi hafa blásið burtu á næstu árum. Allar voru þær in situ nema
fáeinar perlur og ef til vill kúpta nælan, sem lá á hvolfi og kann
að hafa raskazt eitthvað, en ekki hefur hún þó verið færð úr stað.
Grafarfyllingin var alls konar moldarblendingur, og sáust útlínur
grafar á köflum, einkum að vestan. Gröfin hafði snúið NNA-SSV,
höfuð í NNA, en ekkert verður með vissu sagt um legu líksins, enda
beinaleifar mjög lítilfjörlegar, og er jarðvegur þarna óhollur bein-
um. Hugsanlegt virðist þó, að önnur sú hauskúpa, sem áður er á
minnzt, hafi verið úr þessu kumli. Ekkert grjót hefur verið í kumli
þessu, og upprunaleg dýpt grafar er með öllu óviss. Engum getum
verður heldur leitt að legu þeirra hluta, sem ekki fundust in situ,
heldur lágu hér og hvar í kring. Skal nú gerð grein fyrir haugfénu
lið fyrir lið:
1. Kúpt næla (sú sem drengurinn fann) úr bronsi, 1. 10,9 sm, br.
6,3 sm, af gerðinni Rygh 652 og 654, afbrigði Smykker 51d,
með 9 ásteyptum hornum, og hefur það afbrigði ekki fundizt
hér á landi áður. Innan í nælunni er þorn úr járni og við hann
fastar leifar af vaðmáli og snúnum böndum. Undir þorninn,
gegnum þornfestuna, hefur verið stungið smáspýtu að endi-
löngu, líklega til þess að fá betra viðnám aftan við þorninn.
Dálítilli hönk úr seymi eða hvalskíði er á einum stað hnýtt
innan í neðri skjöldinn.
2. Kúpt næla úr bronsi, 1. 10,7 sm, br. 6,8 sm, af gerðinni Rygh
652 og 654, afbrigði Smykker 51b, sem er algengasta afbrigði
þessara nælna og hefur áður fundizt hér á landi í 6 (eða 7)
eintökum. Innan í nælunni er járnþorn og áfastar leifar af