Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 132

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 132
136 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS voru fáeinar stærri en aðrar og lágu alveg við næluna og munu hafa verið á miðju steinasörvinu. Milli nælunnar og kjálkabrotanna var þríblaðanæla af norsku gerðinni, en til hliðar við nælurnar hringprjónn úr bronsi. Þegar grafið var aftur eftir gröfinni og botni fylgt, fannst armband, snúið úr tveimur bronsþráðum, 40 sm aftar en kúpta nælan, og hjá því kögglar úr úlnlið og stúfar fram- handleggsbeina, sem varðveitzt höfðu fyrir áhrif frá bronsinu; arm- baugurinn hafði verið á vinstri hendi. Til hliðar við hann var sigð úr járni, og rétt hjá honum var dálítil bronsspöng af belti og mun hafa verið í mittisstað. Hér fyrir aftan var kumlið gjörblásið, svo og til beggja hliða. Allar lágu leifar þessar undir þunnu moldarlagi, sem eflaust mundi hafa blásið burtu á næstu árum. Allar voru þær in situ nema fáeinar perlur og ef til vill kúpta nælan, sem lá á hvolfi og kann að hafa raskazt eitthvað, en ekki hefur hún þó verið færð úr stað. Grafarfyllingin var alls konar moldarblendingur, og sáust útlínur grafar á köflum, einkum að vestan. Gröfin hafði snúið NNA-SSV, höfuð í NNA, en ekkert verður með vissu sagt um legu líksins, enda beinaleifar mjög lítilfjörlegar, og er jarðvegur þarna óhollur bein- um. Hugsanlegt virðist þó, að önnur sú hauskúpa, sem áður er á minnzt, hafi verið úr þessu kumli. Ekkert grjót hefur verið í kumli þessu, og upprunaleg dýpt grafar er með öllu óviss. Engum getum verður heldur leitt að legu þeirra hluta, sem ekki fundust in situ, heldur lágu hér og hvar í kring. Skal nú gerð grein fyrir haugfénu lið fyrir lið: 1. Kúpt næla (sú sem drengurinn fann) úr bronsi, 1. 10,9 sm, br. 6,3 sm, af gerðinni Rygh 652 og 654, afbrigði Smykker 51d, með 9 ásteyptum hornum, og hefur það afbrigði ekki fundizt hér á landi áður. Innan í nælunni er þorn úr járni og við hann fastar leifar af vaðmáli og snúnum böndum. Undir þorninn, gegnum þornfestuna, hefur verið stungið smáspýtu að endi- löngu, líklega til þess að fá betra viðnám aftan við þorninn. Dálítilli hönk úr seymi eða hvalskíði er á einum stað hnýtt innan í neðri skjöldinn. 2. Kúpt næla úr bronsi, 1. 10,7 sm, br. 6,8 sm, af gerðinni Rygh 652 og 654, afbrigði Smykker 51b, sem er algengasta afbrigði þessara nælna og hefur áður fundizt hér á landi í 6 (eða 7) eintökum. Innan í nælunni er járnþorn og áfastar leifar af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.