Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 143
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1956
147
ViShald gamalla húsa. Á Grenjaðarstað var unnið meira en nokkru
sinni fyrr. Sigurður Egilsson frá Laxamýri tók að sér að stjórna
þar verki, og vann hann þar með nokkrum mönnum að heita mátti
allt sumarið. Luku þeir því sem næst að öllu leyti við að koma bæn-
um í lag, og var það gríðarlegt átak, sem aðeins var hægt að gera
með því að fá að borga sumt af kostnaðinum á árinu 1957. Fyrir-
hugað er á því ári að setja loftræstingarkerfi í bæinn, og hafa verk-
fræðingar frá Traust h.f. rannsakað, hvernig því mætti koma fyrir.
Þegar því verki er lokið, er ekkert til fyrirstöðu, að Byggðarsafn
Þingeyinga flytji inn í bæinn.
Sóknarmenn í Hólasókn hafa lengi kvartað um, að ekki sé messu-
fært í Hólakirkju um vetur sökum kulda, og beðið um upphitun í
kirkjuna. Ekki þykir nú lengur fært að daufheyrast við þessu, og
því var verkfræðingum hjá Traust h.f. falið að teikna olíuupphit-
unarkerfi í kirkjuna. Var síðan mikill hluti verksins unninn seint
um haustið, en lokið verður því á árinu 1957.
Gömlu byggingarnar eru mikið skoðaðar af almenningi, en ná-
kvæmar tölur er ekki hægt að nefna. Af bæjunum er að líkindum
Glaumbær mest sóttur, sökum þess að þar hefur Byggðarsafni Skag-
firðinga verið komið fyrir. Mun þar koma um 3000 manns árlega.
Á Keldum mun aðsókn vera litlu minni, og að Burstarfelli koma til-
tölulega mjög margir, þegar þess er gætt á hvaða landshorni hann
er. Tæplega 1000 manns greiddu aðgangseyri að Víðimýrarkirkju,
en Hólakirkju sóttu þó eflaust miklu fleiri. Grafarkirkja mun frem-
ur lítið skoðuð, en hins vegar eru þar haldnar guðsþjónustur og
hjónavígslur framdar.
Forrileifarannsóknir. Gísli Gestsson fór austur í Öræfi 10. sept.
og dvaldist þar til 29. sept. við bæjarrústarannsóknir þær, sem
byrjað var á í fyrra, þar sem hét Gröf á miðöldum. Nú voru það
rústir bæjarhúsanna sjálfra, sem við var fengizt, en ekki varð rann-
sókninni að fullu lokið. Þessar bæjarrústir eru sýnilega mjög fróð-
legar um gerð bæjarhúsa á 14. öld.
Hinn 12.—16. júní gerði Gísli Gestsson ferð að Laugum í Sæl-
ingsdal til þess að reyna að finna einhver merki hinna fornu lauga
þar. Ekki bar sú leit mikinn jákvæðan árangur, og lítur út fyrir,
að minna kveði að mannvirkjum þarna en ætla mætti af sögnum,
t. d. þeim, sem Kálund hermir.
Þjóðminjavörður rannsakaði nokkur kuml norðanlands, á Sól-
heimum í Sæmundarhlíð, Elivogum í Sæmundarhlíð, Ytra-Garðs-