Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 137

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 137
ÞRJÚ KUML NORÐANLANDS 141 það svo, að aðeins 150 m sunnan við kumlstæðið eru vallgrónar rústir af bæ, sem hét Kleifargerði ( nú stundum kallaðar Klaufar- gerði). í Jarðabók Árna Magnússonar er Kleifargerði lýst sem eyði- hjáleigu frá Daðastöðum: „Byggð í úthögum vestur frá heimajörð- inni, og varaði byggðin inn til næstu 13 ára, afdeild einasta að túni og engjum“. Þetta er skrifað árið 1712. Kleifargerði hefur þá farið í eyði rétt um aldamótin 1700, og hefur þar líklega ekki verið byggt síðan. Trúlegt er, að Kleifargerði hafi verið byggt á tóftum fornbýlis, sem heitið hefur Kleif. Til þess bendir örnefnið Kleifar- reki, en svo heitir nokkur hluti rekastrandarinnar beint fyrir neðan Kleifargerði. Ef til vill hefur býli þetta lagzt af vegna uppblástr- arins,. sem steðjað hefur að landi jarðarinnar. Frá þessum fornbæ tel ég sennilegt að kumlið sé, svo og þau önnur, sem verið hafa á þessum slóðum. Væri fróðlegt að rannsaka tóftirnar í Kleifargerði. Væntanlega eru þar fornbæjarrústir undir rústunum af smábýli seinni alda, og er vel hugsanlegt, að hægt væri að fá góða mynd af grunnfleti beggja. Þessari greinargerð um þrjú norðlenzk kuml, sem fundust 1956, læt ég fylgja athugasemdir um tvo kumlstaði, sem ég hef áður fjallað um í Kumlum og haugfé. a. Sílastaðir, Glæsibæjarhr., Eyf. (Kuml og haugfé, bls. 135 o. áfr.) : í Árbók 1954, bls. 59, og Kumlum og haugfé, bls. 139, hef ég skýrt frá tveimur litlum silfurþynnum úr 2. kumli á Sílastöðum í Eyjafirði, án þess að lýsa þeim nánar eða gera grein fyrir eðli þeirra. Ég hafði ekki veitt því athygli, að bæði þessi brot eru úr kúfískum silfurpeningum. Við skrásetningu Sílastaðagripa á safn- inu í ársbyrjun 1957 tók Gísli Gestsson safnvörður eftir þessu, og sendum við þá brotin til Georgs Galsters, yfirsafnvarðar í Kaup- mannahöfn. Með sinni venjulegu lipurð og hjálpsemi skoðaði Galster brotin og staðfesti, að þau væru úr kúfískum dirhemum. Stærra brotið segist hann gizka á að sé úr peningi samaníðafursta frá um 900 e. Kr„ en nánari greining er ekki heimil sökum smæðar brot- anna. Stærra brotið er 6x15 mm, og sér á brún peningsins á einum stað, hið minna 6x8 mm. Galster segir í bréfi, að skemmtilegt sé til þess að vita, að þessi brot skuli hafa ratað alla leið frá „landi paradísar" til „ultima Thule“. Dæmi um arabíska peninga hér á landi eru þó fleiri, sbr. Kuml og haugíé, bls. 365—368. Hins vegar er það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.