Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 66
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
myndar reglubundnar bylgjur. í hverri beygju er grein, sem vefst
upp og endar í kringlu, eitt lítið blað með einum þríhyrndum og öðr-
um ávölum flipa og einni mjórri grein, sem sker aðalstöngulinn og
endar í „kringlu" í beygjunni til hliðar, í horninu milli aðalstöng-
ulsins og hliðargreinarinnar. Allir stönglarnir hafa skáhallan niður-
skurð móti uppréttum kanti langs með annarri hliðinni. Teinungur-
inn á lokinu er mjög líkur þessum, en vantar greinarnar, sem skera
aðalstöngulinn. Hin hliðin hefur bylgj uteinung af allt annarri gerð
og venjulegri, með flötum stöngli með innri útlínum og þverböndum.
„Kringla" fyllir út í hverri beygju, annars eru nokkur merkilega
„bylgjandi“ blöð, sem falla saman við stöngulinn. Alls staðar er hinn
upphleypti skurður án þess að hafa neinn jafnan grunnflöt. Skorið
er allt að 3-4 mm djúpt niður. — Vandað verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: kristinsigurdardottur
6. L: Fenginn í skiptum frá Forngripasafninu í Reykjavík af fil.
kand. Rolf Arpi. 23. 11. 1882. Uppsalir.
8. Afbildningar, pl. 12, nr. 53. Peasant Art, fig. 62.
1. 35.137. Prjónastokkur (úr aski? mahogny?), eintrjáningur
með renniloki og ferköntuðum þverskurði, með tveimur hólfum, einu
stóru og öðru litlu. L. 36.9, br. 3.2, h. 3.2.
2. Dálítið rispaður á stöku stað, að öðru leyti óskemmdur. Ómál-
aður. 6.Á.k.
3. Útskurður á hliðum, göflum og loki. Á báðum hliðum og á lok-
inu eru höfðaleturslínur. Kringum lokið (á efri brún stokksins) er
kílskurðarbekkur. Á öðrum gaflinum eru tvær höfðaleturslínur og
lóðréttir kílskurðarbekkir til beggja hliða. Á hinum gaflinum er ár-
tal og sams konar kílskurðarbekkir. — Laglegt verk.
4. Ártal: 1848.
5. Áletrun: uilda/eg/sprundum/vera/Hia/og/ve
1/þeim/þiona/eg/get/ei/annadg
ulldsHladsgna/en/geimt/vel/pr
io
na
6. L: Fil. kand. R. Arpi keypti 23. 11. 1882. Uppsalir.
8. Peasant Art, fig. 60.