Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Side 117
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
121
bekk, innskornum línum og kílskurðum. í lykkju hennar hangir
blómsturhnappur. Ytri blöð hans eru oddmynduð og skreytt með
rúðustrikum. Á hinum endanum er innar þrískipt kringla og utar
hið sívala handfang, sem minnir á ljósker; er það oddmyndað í báða
enda og mjókkar um miðjuna, skreytt með rúðustrikuðum þríhyrn-
ingum, hefur tvöfaldan hring um miðjuna, þar sem það er gegnskor-
ið með fjórum ávölum opum. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Keypt hjá Friðrik Möller, kaupm., Eskifirði, ísland. 12. 10.
1887.
7. L: Nýlega gert eftir gamalli fyrirmynd.
Eftirfarandi hlutur á eiginlega ekki heima í þessari skrá, þar sem
hann hefur engan skrautútskurð. En um hann liggja fyrir upplýs-
ingar til almenns fróðleiks.
1. 65.0Í7. Partur af þráðarkefli úr birki. Sívalt kefli, þannig til-
telgt, að fram koma tvær tvöfaldar kringlur, tengdar saman af fjór-
um rimlum; laus kúla er í holinu milli þeirra. L. 8.6, þverm. 2.7.
2. Virðist vera gamalt og slitið. (MÞ: Hefur verið helmingi
lengra, sennilega.) 75.B.aa.
3. Útskurðarlaust, talið með vegna almennra upplýsinga í safn-
skýrslum.
6. L: Frá H. Sigurðssyni 1888, 27. 11., Akranes.
7. HS minnsta hf.: 139. Sýnishorn af Królca-Refs-kefli, úr tré;
hálft keflið, með einni kúlu innaní, — því hinn helminginn eins gerð-
ann vantar. Allur vandinn á smíðinu er, að komast vel frá kúlusmíð-
inu innaní eintrjáningnum, svo þær loks hringli þar hnöttóttar og
lausar. Króka-Refur á að hafa fyrstur smíðað slík kefli; eru þau því
við hann kennd.
HS stærsta hf., ,,Viðbót“: 45. Krókarefskefli (lítið sýnishorn)
------. Af því Krókarefur var mjög hagur, er hann álitinn höfundur
keflis þessa. (Um kúluna er hér sagt, að það sem á reið var að „gera
hana sem hnöttóttasta“.)------Keflið, — eða keflisparturinn, ef tví-
hvolfað hefur verið, — er úr Borgarfyrði, þar sem sumir hafa reynt
sig á, að smíða þau. Þaðan hef eg sjeð velsmíðað, fallegt Kr.r.-kefli,
tvíhvolfað, og útskorið, eptir hinn skurðhaga prest, sr. Hjört Jónss.
á Gilsbakka.