Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 45
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
49
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Á lokinu er lágt upphleypt-
ur bylgjuteinungur langs eftir köntunum, af „flatklemmdri" (gotn-
eskri) gerð, eitt frammjótt blað er í hverri beygju. Stöngullinn, og
blöðin að nokkru leyti, hafa innri útlínur. Stöngulbreiddin er um
1 sm. Þverband við hverja beygju. Blaðið er með einn kílskurð á
mjóendanum og nokkrar smáskorur í kantinn. Stærsti tappinn á lok-
inu hefur innskorin X og sömuleiðis uppstandararnir á göflunum.
Á lokið sitt hvorum megin við uppstandarana er innskorinn tigull
með X-i og kílskurði. Skorur eru í köntunum á litlu töppunum. Á
miðfleti loksins eru á öðrum helmingnum skornar leturlínur (höfða-
letur) og upphleypt ártal. Krákustígsbekkur milli línanna. Á hliðun-
um og göflunum er höfðaleturslína eftir miðju, ofan og neðan hennar
er bylgjuteinungur alveg sams konar og á lokinu, en miklu stærri,
stöngulbreiddin er um 2 sm. — Verkið vekur enga sérstaka athygli.
4. Ártal: 1834.
5. Áletrun: huörsemstocki sþdam
naudg anol834
rundaieigusiniis
gestib(?)
6. L: ÍSLAND. Frá Hvammi í Laxárdal. F. Möller, Eskifirði, Is-
landi, seldi f. 1,52 kr. 1887.
7. MÞ: huorsemstocki — naudg — rundaieigusinils — b( ?)estlf;
eru þar einhverjar skammstafanir síðast.
1. 56.568. Stokkur (MÞ: Smástokkur) úr beyki. Lok og botn úr
annarri viðartegund (mahogny?). Geirnegldur; botninn festur með
trétöppum. Stykkin ofan á við báða enda loksins negld á með kopar-
nöglum. Með renniloki (þvert yfir). L. 13.5, br. 5.4, h. 5.4.
2. Nokkrar smáflísar eru brotnar úr við naglana. Lokið of lítið;
nýtt? Ómálaður. 75.B.k.
3. Útskurður á öllum flötum. Hliðunum er skipt í þrjá hér um bil
rétta ferhyrninga. I hverjum þeirra er hringur, sléttur að ofan, og í
hverjum hring höfðaletursstafur. Sinn hringurinn er og á hvorum
gafli með höfðaletursstöfum í. Neðan á eru fjórir innskornir hringar
með ártali (einn tölustafur í hverjum hring). Kílskurðarbekkir eru
inni í og utan með hringunum. Á lokinu eru fjórir innskornir hring-
ar, einn stór í miðju, sem skerst af minni hringum í hverju horni.
Innan í þann stóra er rist sexblaðarós og hveir þríhyrndir skipa-
skurðir. I hvern af minni hringunum er rist fjögrablaðarós; kíl-
4