Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 70
74
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
beygju er þríflipað blað. Þverbönd eru yfir stöngulinn, þar sem blöð-
in koma út. Hinir einstöku blaðflipar eru frammjóir og sveigðir, með
skáhöllum skurði niður, eða sem „kringla“ á legg. Á báðum göflum
er „rósetta“, kross með blaði á ská út frá hverju horni. — Gott verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: R. Arpi keypti 1883. Uppsalir.
1. 56.566. Prjónastokkur úr birki. Stokkurinn sjálfur er ein-
trjáningur með hverfiloki (sem snýst á typpi í öðrum enda loksins),
getur aðeins opnast með því móti að hleypa öðrum gaflinum niður,
og er typpi á honum. í hinum endanum er víst líka laust stykki með
hólfi fyrir innan, en það situr nú blýfast. L. (með typpinu) 42.5,
br. 5.5, h. (með typpinu) 7.
2. Lítur út fyrir að vera nýgerður. Ómálaður. 5.Á.X.
3. Útskurður á hliðum, göflum og loki með upphleyptri verkan
(en enginn sýnilegur grunnflötur). Skorið aðeins fáa mm djúpt nið-
ur. Teinungar í mismunandi munstrum. Stönglarnir flatir, með innri
útlínum á köflum, og prýddir með öðrum innskornum línum; vinda
sig saman í undninga. Mikið blaðverk, hin einstöku blöð nánast spjót-
löguð. — Óaðfinnanlegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Keyptur hjá Friðrik Möller, kaupm., Eskifirði, 12. 10. 1887.
7. L: H: „Nýgerður eftir gamalli fyrirmynd.“ (1 stokknum ligg-
ur bréfmiði, þar sem þetta stendur: Prjónastokkur frá Eyri.)
MÞ: Virðist varla íslenzkur.
8. Peasant Art, fig. 57.
1. 56.567. Prjónastokkur úr birki. Stokkurinn sjálfur er ein-
trjáningur, ferkantaður þverskurður. Með hverfiloki, sem aðeins
opnast með því móti að hleypa öðrum gaflinum niður. Stórt typpi á
öðrum enda loksins, þar inni er lítið, sívalt hólf. L. 42, br. 5, h. (með
typpinu) 6.4.
2. Lítur út fyrir að vera nýgerður. Ómálaður. 73.A.Z.
3. Útskurður á hliðum, göflum og loki alveg af sömu gerð og á
prjónastokknum nr. 56.566. (Áreiðanlega eftir sama mann.) — Óað-
finnanlegt verk.
4. Ártal ekkert.