Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 2
6
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hliðargreinanna) útsprungið blóm (nú skemmt, því að hér er flís
brotin af). — Laglegt verk.
4. Ártal: 1739, innskorið vinstra megin við skrautverkið.
5. Áletrun engin.
6. L: Frá H. Sigurðssyni 1888, Akranes.
Samkvæmt H nr. 142 í HS minnsta, hf. Þar stendur: Rúmbrík, ein-
stök, nokkuð útskorin, með ártali 1739.
19. mynd.
Hún er nr. 15 í HS stærsta hf.: Ein rúmbrík með skurði einkenni-
legum og ártali 1739, smíðuð, að sögn Þórðar á Fiskilæk, sem ljet mig
fá bríkina, af Sigurði smið, er um þann tíma bjó á Fiskilæk, og sem
skar margt fleira.
1. 188.557 a^-b. Rúmbríkur tvær, úr furu, rétthyrningar að lög-
un, með eitt horn sneitt af. a. L. 68.5, br. 27.5, þ. 2.8. b. L. 66, br.
30.3, þ. 2.8.
2. a hefur smásprungur, naglagöt, og stykki brotin af efst og við
mjóendann. b hefur, auk minni sprungna og naglagata, stóra sprungu
meðfram neðra kanti, hefur stykkið alveg losnað frá, en verið fest
á aftur. Sennilega eru leifar eftir dökka málningu. 20. mynd. 75.B.ae.
3. Á báðum bríkunum er upphleypt skrautverk á framhlið, næst-
um því alveg sama munstur á báðum. Efst við afsneiðinginn er hring-
ur með stöfum í, er það nánast höfðaletur, en að nokkru leyti gert
sem jurtastönglar; það upphleypta er hér um 4 mm hátt. Þegar frá
er tekinn sléttur kantur neðst og við endana, er framhliðin þakin af
upphleyptum teinungsbút með greinum og blöðum, 7-8 mm að hæð.
Teinungurinn myndar beygju á hinum mjóa hluta flatarins og síðan
stóran undning yfir alla breidd fjalarinnar. Margar stærri og minni