Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 40
44
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. MÞ segir um tölustafina: líklega 1818. (Hann álítur, að inn-
skornu bókstafirnir og tölustafirnir geti verið yngri en hitt.) Um
höfðaleturslínurnar segir hann: Áletrunin er torlæsileg: sasemifir —
ölluera(sic)al — dreifraþie----rvikiþali — fstundirn — arlidahirl
(sic)-----eidi — hiri (þ. e. leið, f. lifðu? í himna ríki).
1. 38.85U. Stokkur (MÞ: Smástokkur) úr beyki. Hliðarnar geir-
negldar í tveimur af hornunum, að öðru leyti festur saman með tré-
töppum og koparnöglum. Rennilok með handfangi, sem gengur út
fyrir stokkinn. L. (stokksins) 11, br. 6.6, h. 5.7.
2. Óskemmdur. Stokkurinn er nú helzti rúmur fyrir lokið. Ómál-
aður. 4.Á.d.
3. Útskorinn á loki, hliðum og göflum með flatarmálsmyndum,
samansettum af innskornum línum, kílskurði og „naglaskurði“(skipa-
skurði) með innskornum útlínum allt í kring. Báðar hliðar eru alveg
eins. Meðfram köntunum eru innskornar tvær samhliða línur eins og
umgerð um tvo ferhyrnda reiti; í miðju eru þeir skildir að með tveim-
ur lóðréttum röðum af holjárnsstungum, hvorum reit er aftur skipt
í þrennt með innskornum láréttum línum. „Naglaskurðurinn“ (skipa-
skurðurinn) er að nokkru leyti skásettur (við hornin að ofan og neð-
an), að nokkru leyti lóðréttur (í miðjunni). Gaflarnir hafa hvor um
sig sams konar þrískiptan ferhyrning. Lokið hefur einn ásamt nokkr-
um öðrum munstrum sömu tegundar. — Vel gert.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá miðri 19. öld.)
5. Áletrun engin.
6. L: Fil. kand. R. Arpi, Uppsölum, keypti 8. 12. 1883.
1. 38.855. Stokkur (MÞ: Smástokkur) úr beyki. Botn og listi
ofan á öðrum gaflinum úr furu, festur saman með trétöppum. Með
renniloki. L. 9.3, br. 6.3, h. 6.2.
2. Stykki er brotið úr annarri hlið loksins og nýtt sett í staðinn,
fest með látúnsvír. Nokkrar smáflísar brotnar af hér og þar. Leifar
af rauðbrúnni málningu á umgerðarlistum og hinum upphleyptu
bókstöfum og tölustöfum. 75.B.k.
3. Lágt upphleyptur útskurður á loki, hliðum og göflum. Fremur
mjó bönd með innri útlínum eða innskorinni miðlínu mynda bókstafi
og tölustafi. Bókstafirnir eru stórir skrifstafir, latneskir á hliðum,
en gotneskir á lokinu. — Ekki sérlega fín vinna.