Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 35
ISLENZKUR TRÉSKURÐUF. 1 ERLENDUM SÖFNUM
39
eru festir undir enda loksins við gaflana. Annar gaflinn er laus og
dylur skúffu neðst. L. (loksins) 25, br. 11, h. 10.5.
2. Sprunginn. Hjörurnar sitja illa. Þann eiginlega (neðri) botn
vantar. Ómálaður. 27. mynd. ö.Á.ak.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Á öðrum gaflinum er flat-
ur, upphleyptur bandbrugðningur, „tiglaflétta“. Böndin hafa innri
útlínur. Á báðum hliðum er jurtaskrautverk; á framhliðinni smá-
gert, með mörgum litlum undningum. Stönglarnir eru um 1 — 1.5 sm
breiðir, með innri útlínum, ofurlítið gert ávalt innan við þær. Undn-
ingarnir hafa lítil „hnakkablöð“. Innskorinn hálfhringur og þrí-
hyrndur skurður með innsveigðum hliðum er við greinaskipti. Á
27. mynd.
tveimur stöðum ferhyrnt, rúðustrikað þverband. Niðurröðunin er
samhverf um lóðrétta miðlínu (en fullkomið samhverfi hefur það
ekki orðið). Bakhliðin hefur stórgerðari munstur, einnig hér næst-
um því samhverf, eins og fjögur S, tvö rétt og tvö öfug. Hringur
tengir þau tvö, sem eru í miðið, saman. Þar sem stönglarnir skiptast
eru þverbönd með tveimur litlum blaðtungum. Á lokinu og öðrum
gaflinum eru bókstafir, myndaðir sem stönglar með „kringlum“ og
blaðskúfum. Upphleypti skurðurinn er alls staðar nokkuð breytileg-
ur, frá því að vera mjög lágur og allt að 3-4 mm. Grunnflöturinn
sést sjaldan. — Fremur gott verk. Útskurðurinn á lokinu og göflun-
um er áberandi miklu fínni en á hliðunum.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Virðist vera frá 18. öld ofanverðri.)
5. Áletrun. Bókstafirnir á lokinu: G I S A. Á gaflinum stendur
ANO (en ekkert ártal er hægt að sjá).