Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 75
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
79
út með „bandhnúti", sem myndar stjörnu með fjórum örmum. Á
nýja gaflinum er sama munstur rissað inn með einfaldri línu. — Ekki
sérlega nákvæmt í smáatriðum.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Virðist vera frá 17. öld.)
5. Áletrun. Höfðaletursstafirnir eru e. t. v. ihs. MÞ: leis(?).
6. L: Island. Dalasýsla. Adj. A. Feddersen í Kaupmannahöfn
seldi 10. 10. 1887.
8. Peasant Art, fig. 58.
1. 59.210. Prjónastokkur úr furu, festur saman með látúnsnögl-
um. Griplok, grípur um uppstandara á báðum göflunum. Hefur haft
læsingarútbúnað á öðrum endanum. L. 29, br. 3.7, h. 5.9.
2. Læsinguna vantar og nokkrar flísar brotnar af lokinu. Líklega
leifar af hvítri málningu í dældunum.
3. Útskurður á báðum hliðum og á lokinu. Alveg sami bylgju-
teinungurinn endurtekur sig alls staðar. Hann verkar upphleyptur,
en hefur engan jafnan grunnflöt, skorið allt að 3 mm djúpt niður. 1
hverri beygju eru tvær smágreinar, sem vefjast saman í toppinn.
Nokkrir litlir, mjóir blaðflipar, hver með hálfmánalagaðan skurð
eftir miðjunni. Aðalstöngullinn er um 1 sm að breidd.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: ísland. Með blýanti: Dalasýsla. Adj. A. Feddersen í Kaup-
mannahöfn seldi 10. 10. 1887.
8. Afbildningar, pl. 12, nr. 54. Peasant Art, fig. 59.
1. 59.211. Prjónastokkur úr furu, festur saman með trétöppumj
hefur haft rennilok. Á öðrum gaflinum er uppstandari, gerður sem
„lilja“. L. 32, br. 6, h. (með ,,liljunni“) 8.
2. Lokið vantar og nokkrar flísar brotnar af. Leifar af blárri
málningu (að undanteknu því, sem skorið er niður). 73.A.Ö.
3. Sín höfðaleturslínan er á hvorri hlið. — Ekki sérlega eftir-
tektarvert verk.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá miðri 19. öld.)
5. Áletrun: kristbiörg
bergþorsd
6. L: ísland. Dalasýsla. A. Hazelius keypti hjá A. Feddersen
1882, Kaupmannahöfn.