Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 58
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. 72.104- Stokkur úr beyki, gaflar úr eik, festur saman með tré-
töppum. Lokið grípur (með töppum) um bogamyndaðan, lágan upp-
standara á gaflinum. L. 21.4, br. 11.4, h. 9.
2. Smásprungur við kantana, að öðru leyti óskemmdur. Ómálað-
ur. 74.I.Ö.
3. Lágt upphleyptur útskurður á loki, hliðum og göflum. Á lok-
inu eru höfðaleturslínur meðfram báðum köntunum, á fletinum milli
þeirra tveir bylgjuteinungar, samhverfir út frá miðju til beggja
hliða. Stönglarnir hafa ekkert skraut annað en nokkur þverbönd. í
hverri beygju er margflipað blað. Á annarri hliðinni eru þrír stórir,
latneskir skrifstafir og tölustafurinn 3(?). Á öðrum gaflinum eru
þrír líkir stafir og ártal, allt með litlum undningum. Á hinni hliðinni
og gaflinum er jurtaskrautverk. Á báðum stöðum er það jurt, sem
breiðir úr sér upp og út frá upphafi sínu í miðjunni neðst. Allar
greinar enda í vafningum og fáeinum blaðflipum. Ekki neitt annað
skraut. — Mjög laglegt verk.
4. Ártal: 1742.
5. Áletrun. Höfðaleturslínurnar á lokinu gætu verið:
heillirall
arfrmaos
Stafirnir á hliðinni: G A D 3
Stafirnir á gaflinum: D A Z
6. L: Keypt hjá frú Sigríði Magnússon, Cambridge, England,
22. 2. 1892.
7. MÞ les höfðaletrið þannig: heillirall — arkrinaos (?).
1. 72.110. Stokkur úr furu, festur saman með trétöppum. Með
renniloki. L. 30, br. 18, h. 12.3.
2. Sprunginn og nokkuð gisinn. í lokið vantar renning frá öðrum
kantinum, en ef það, sem vantar í samhverfi skurðarins hefði verið
þar, væri lokið samt of mjótt. Útskurðurinn bendir samt sem áður
til þess, að það heyri stokknum til. Nokkrar slettur af rauðri og blárri
málningu eru á lokinu, líklega þó aðeins af tilviljun. 32. mynd. 6.Á.I.
3. Lágt upphleypt jurtaskrautverk á hliðum, göflum og ofan á
lokinu. Á lokinu sést grunnflötur milli fléttanna. Það upphleypta er
hér 1—2 mm hátt. Annars er skorið nokkru dýpra niður meðfram
stönglunum. Reglulegt „stöngulskrautverk", samhverf niðurröðun
um miðlínu (lengdarlínu) á lokinu, en lóðréttar þverlínur á hliðun-
um og göflunum). Stönglarnir eru fullur 1 sm að breidd, flatir að