Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 93
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
97
3. trafaöskjubotnar, útskorin sinn með hverjum sk. stýl. Hlýtur að
vera nr. 167 í HS stærsta hf. Þar stendur aðeins: Trafaöskjubotn,
allur útskorinn, og í miðjunni með skipaskurði. En undir 168 stendur
um bæði nr.: Botnana fekk eg í Mela og Leirár sveit.
1. 6£.9ý8 b. Lokplata af trafaöskjum úr beyki, kringlótt. Þverm.
um 20.5.
2. Flísar eru brotnar úr kantinum. Leifar af dökkgrænni og rauðri
málningu ofan á. 5.Á.t.
3. Útskurður ofan á. Bekkir hver innan í öðrum. Yzt er skipa-
skurðarbekkur með smá-„rósettum“. Því næst bekkur af hálfhring-
um, sem skera hver annan. Þeir eru skreyttir með skálínum, svo að
þeir líta út sem snúrur. Á fletina, sem þeir mynda, eru innskornar
samhliða bogalínur og skipaskurður með blævængjalögun. 1 miðju
er stór sveipstjarna. — Fallegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Frá Helga presti Sigurðssyni, Akranes, fsland, 27. 11. 1888.
HS minnsta hf.: Sjá undir 64.948 a. Hlýtur að vera nr. 146 í HS
stærsta hf.:------Eg fekk hann hjá Jóni bónda Jónssyni (bróður
mentamannsins Jóns lögreglumanns í Reykjavík), sem nokkra stund
hefur búið í Belgsholtskoti. Hun [sic] eignaðist öskjurnar, sem botn-
inn er úr, hjá gamalli konu, Kristínu Helgadóttur, móður Helga bónda
Sigurðssonar í Ási. Samkvæmt verustöðum Kristínar og frændfólks
hennar, eru, að því eg hefi getað tilspurt, nefndar öskjur (trafaöskj-
ur) upprunnar uppi í Borgarfirði.
8. Peasant Art, fig. 25.
1. 6Jf.9ý8 c. Lokplata af trafaöskjum úr beyki, kringlótt. Þverm.
um 20.
2. Nokkrar smáflísar brotnar af. Ómáluð. 160.M.g.
3. Útskurður ofan á, auðsjáanlega ekki fullgerður. 1 miðju er
sexblaðarós með skipaskurði, með innskornum línum og kílskurði í
þríhyrningunum milli „armanna". í kring er hringur með kráku-
stígsbekk milli kílskurða, því næst, innan nýs hrings, byrjun á öðr-
um krákustígsbekk. — Fremur ónákvæmt í smáatriðum.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Frá Helga presti Sigurðssyni, Akranes, fsland. 27. 11. 1888.