Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 28
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
6. L: Frá Helga presti Sigurðssyni, Akranes, ísland, 27. 11. 1888.
Samkvæmt H nr. 2 í viðbótinni í HS miðstóra hf. Þar stendur að-
eins: Kistill lokaður.
Sennilega er þetta nr. 22 í „Viðbót“ í HS stærsta hf.: Kistill gam-
all útskorinn, á fornan hátt; og eru einskonar stórir skurðhnútar á
göflunum. Hann er með lömum og læsingu. Hann er eptir gamla konu,
laungu dána (víst fyrir 50 árum) í Setbergs prestakalli, og getur
víst eptir því ekki verið ýngri enn fullra 100 ára.
8. Peasant Art, fig. 6.
1. 61^.967. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum, hefur
haft látúnshjörur. Okar eru festir undir enda loksins við gaflana.
Hefur haft skrá, merki sjást eftir handraða. L. (loksins) 36, br. 18.5,
h. 16.7.
2. Hjörurnar ónýtar, aðra vantar alveg. Ljót göt eru eftir læs-
inguna. Annan okann vantar undir lokið, og listi, sem festur hefur
verið á fremri kantinn, er laus. Stykki er brotið úr einu horni. Ómál-
aður. 5.Á.v.
3. Bandbrugðningur („tiglaflétta“), mjög lágt upphleyptur, á
báðum göflunum. Böndin eru rúmlega 1.5 sm breið, með innri útlín-
um. Á framhliðinni eru þrjár höfðaleturslínur, tvær á bakhliðinni
og tvær á lokinu. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: Höfðaleturslínurnar (við ráðninguna er stuðzt við
HS stærsta hf., en þar er kistillinn nr. 4):
siedhefeg adsiaugur soendar
einatogu suannesoia smidueiars
t(l?)aanadeen
MÞ les þetta hér um bil á sama hátt, en bætir við: er ekki full-
skýrt, hversu það skal lesa.
6. L: Frá Helga presti Sigurðssyni, Akranesi, Island, 27. 11. 1888.
HS stærsta hf. (nr. 4):------Kistill þessi hefur annaðhvert verið
stór trafakistill eða lítill pallkistill. Því trafakistlarnir, sem optast
voru hafðir niðrí kistum, ýmist læstir eða ólæstir, voru venjulega
minni en pallkistlarnir.------hann beri það með sér (í einkennum
skurðarins) að hann sé yfir 100 ára. Eg hef fengið hann frá Mun-
aðarnesi í Borgarfirði, en mig vantar alla sögu um hann.
8. Peasant Art, fig. 9.