Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 49
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
53
skrifstafi, sjötti reitur áttablaðarós eins og á hliðunum. — Fremur
einfalt verk, en vel gert.
4. Ártal: þaN : 16 : IAN ANO 1832.
5. Áletrun: Hinir stóru skrifstafir eru fyrst öfugt G og á eftir
B D A.
6. L: Keyptur fyrir meðalgöngu S. Vigfússonar 1888. Reykjavík.
1. 58.102. Stokkur (MÞ: Smástokkur) úr beyki, festur saman
með trétöppum. Með renniloki með handfangi, sem gengur út fyrir
enda stokksins. Efsti hluti gaflsins stendur upp fyrir og er skorinn
til að ofan með bogum og tökkum. Botninn nær dálítið út fyrir hlið-
arnar og gaflana. L. (stokksins) 10.7, br. 6.4, h. (með loki) 6.9.
2. Óskemmdur, en dálítið stykki vantar á annan enda loksins;
lítur helzt út fyrir, að efnið hafi verið of lítið. Ómálaður. 73.A.O.
3. Tvær höfðaleturslínur eru á hliðum og göflum. Lítils háttar
skrautverk innskorið á gaflinn, þar sem hann stendur upp fyrir, og
á handfang loksins. Á lokinu stendur annars anno með höfðaletri,
innskorið ártal og tvær fjögrablaðarósir. — Mjög laglegt verk.
4. Ártal: 1862.
5. Áletrun: guDRun ttir nannst rie
ionsDo aþe okkmeD ttu
6. L: Keyptur fyrir meðalgöngu S. Vigfússonar 1888. Reykjavík.
1. 58.10A. Stokkur úr furu. Eintrjáningur með flötum botni og
flötu renniloki, en ávalur á hliðunum. Að innan er hann nánast með
bátlögun, en flatur í botninn. Lokið hefur sem handfang dálitla, út-
standandi pálmettu. L. (stokksins) 15.4, br. 4.7, h. (með loki) 2.5.
2. Óskemmdur. Ómálaður. 73.A.O.
3. Ein höfðaleturslína er á lokinu.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Kann vera frá 18. öld.)
5. Áletrun. Höfðaleturslínan: ignoflaug/io (?).
Neðan á lokinu stendur I D 5, og við annan endann hálfur hringur
(partur af o?) og punktur, og lítur út fyrir, að lokið sé gert úr fjöl,
sem haft hefur eldri áletrun.
6. L: Keyptur fyrir meðalgöngu S. Vigfússonar 1888. Reykjavík.
7. L: sennilega fyrir gleraugu (troligen för glasögon).
MÞ: Gleraugnahús.-------ignveldur io (?, Ingveldur Jó(nsdóttir) ?).
Lokið er sennilega hálft lok af prjónastokki.