Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 14
18
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAjGSiNS
hér um bil eins og stönglarnir á framhliðinni.) Okarnir undir lokinu
eru fallega strikheflaðir. — Útskurðurinn frumstæður.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá 18. öld.)
5. Áletrun engin.
6. L: Island, Hvítárvellir. Hazelius keypti hjá A. Feddersen
1887, Kaupmannahöfn.
1. 59.204. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum, með
tappahjörum, okar (annar úr birki) festir undir enda loksins við
gaflana. L. (loksins) 29.5, br. 16, h. 15.4.
2. óskemmdur. Ómálaður. ð.Á.aj.
3. Útskurður jurtaskrautverk á loki, hliðum og göflum, með upp-
hleyptri verkan. Þar sem grunnflöturinn sést, hækkar hann í miðj-
unni; skorið allt að 6-7 mm djúpt niður. Stönglarnir eru allt að
rúmlega 1.5 sm breiðir. Alls staðar sama undirstöðuatriði, stöngl-
arnir eru mest áberandi, eru þeir flatir að ofan með innri útlínum
og þverböndum, þar sem greinar skiljast, blöð koma út og yfir ein-
staka blaðflipa. Sum þverbandanna eru skreytt með holjárnsstung-
um og smáum, innskornum línum; stönglarnir enda í undningum eða
með einu margflipuðu blaði. Sums staðar eru blaðfliparnir svo marg-
ir, að úr þeim verður stór blaðskúfur. Fliparnir hafa margvíslega
gerð, sumir hafa þverbönd, sumir skáhallan skurð niður frá annarri
hliðinni, eða þá frá miðju út til beggja kanta; sumir frammjóir og
sveigðir, aðrir kólflagaðir. Á framhliðinni er niðurröðunin samhverf
um lóðrétta miðlínu (ekki fullt samhverfi í öllum smáatriðum).
Stönglarnir byrja á miðjunni að neðan. Á bakhliðinni og báðum göfl-
unum byrja stönglarnir í neðra horni til vinstri. Hér sjást að auki
þverbönd með bekk af mjög einföldum „snúnum böndum“. Á lokinu
mynda stönglarnir þrjá bókstafi. — Mjög fínt og nákvæmlega unnið
verk.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Virðist vera frá fyrri hluta 19. aldar.)
5. Áletrun: G G D.
6. L: Island. Dalasýsla. Keyptur hjá Adj. A. Feddersen í Kaup-
mannahöfn 10. 10. 1887.
8. Peasant Art, fig. 18.
1. 59.205. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum. Lok vant-
ar, en för á göflunum sýna, að okar hafa verið undir endum þess.
Engin merki sjást eftir hjörur eða læsingu. L. 28.2, br. 17.5, h. 16.5.