Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 43
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
47
og utan með „hjörtunum" af nokkrum allstórum kílskurðum. Skorið
allt að 8 mm djúpt niður. Á lokinu næst „handfanginu“ (naglarfar-
inu) er sléttur flötur með fimm djúpt innskornum latneskum upp-
hafsstöfum og ártali. — TJtskurðurinn grófur, en nákvæmlega gerð-
ur. Bókstafirnir og tölustafirnir eru klunnalegri en skurðurinn að
öðru leyti.
4. Ártal: 1797.
5. Áletrun: E I D A K. (Tréskerinn hefur eftir þessu kallað þetta
kistil, en ekki stokk.)
6. L: R. Arpi, Uppsölum, keypti, 1883.
1. UU-162. Stokkur úr furu, festur saman með trétöppum. Fáeinir
naglar, líklega síðar tilkomnir. Rennilok. L. 35.4, br. 16.4, h. 13.8.
2. Með nokkrum sprungum og flísar brotnar úr kantinum á lok-
inu. Lokið hefur líka svignað, svo að nú er það orðið of lítið. Leifar
af rauðri, dökkri (svartri) og hvítri málningu. 73.A.d.
3. ÍJtskurður á loki, hliðum og göflum. Hliðarnar og lokið eru
með lágt upphleyptu jurtaskrautverki; stönglarnir eru allt upp í rúm-
lega 1 sm að breidd, með innri útlínum og nokkrum þverböndum og
undningum, sem enda í stórum rúðustrikuðum kólfum með nokkrum
blaðflipum til hliðanna. Mjóar hliðargreinar skera aðalstöngulinn
og enda í tví- og þríflipuðum blöðum. Blaðfliparnir eru ýmist holaðir
eða skreyttir með smástungum og þverböndum. Á lokinu eru tví-
greindir bylgjuteinungar, er ganga út frá báðum hornunum við ann-
an endann, liggja síðan samhliða og samhverfir, en beygjurnar flétt-
ast hvor í aðra, tvær og tvær. Á hliðtmum er samhverf niðurröðun.
Stönglarnir ganga út frá miðju að neðan, skera hvor annan og mynda
hvor um sig einn aðalundning og síðan tvo minni undninga hvorn upp
af öðrum við endana. Á gaflana eru skornir brugðningar, „tiglaflétt-
ur“ úr böndum með innri útlínum, um 1 sm að breidd. Vel gert. Allir
kantarnir eru strikheflaðir, og verður það sem umgerð um allt skraut-
verkið. Heildarsvipur er góður, en ekki sérlega fínt né nákvæmt í
smáatriðum.
4. Ártal. Neðan á er gróft skorið ártalið 1773.
5. Áletrun engin.
6. L: R. Arpi, Uppsölum, keypti, 22. 11. 1884.
1. 5U- 962. Stokkur úr furu, negldur saman með stórum járnnögl-
um. Göt á lokinu, ef til vill eftir tappalæsingu, en hefur líka skráar-