Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 74
78
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. Áletrun: Karitasiohans
dottirastocin
6. L: Keyptur fyrir meðalgöngu S. Vigfússonar 1888, Reykjavík.
1. 58.107. Prjónastokkur úr beyki, ferkantaður þverskurður.
Með dálitlum ávölum hornum, hefur verið með renniloki. L. 31, br.
3.3, h. 3.5.
2. Óskemmdur. Lokið vantar. Dökkur á annarri hliðinni; svið-
inn? 74.A.aa.
3. Neðan á botninum er mjög stílfærður bekkur úr „snúnum
böndum“, nánast dreginn með innskornum línum, en verkar á vissan
hátt sem upphleypt verk. Sín höfðaleturslínan er á hvorri hlið.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun ekki auðlæsileg. (L: H: „Med “höfðaletur”. Inskriften
i sin helhet kan man ej tyda, dá början státt pá locket, och det samma
fattas.“
MÞ: allardigdera(?)d — þiersteBne v? ogai? — Hið síðasta er
óljóst; g og a er víst, en þar fyrir framan eru 2 stafir og i eða annað
á eptir, máske i:
6. L: Keyptur fyrir meðalgöngu S. Vigfússonar 1888, Reykjavík.
1. 59.209. Prjónastokkur úr eik, annar gaflinn úr furu, sennilega
nýr. Festur saman með trétöppum. Lokið grípur um uppstandara á
báðum göflum og á endum þess eru „slár“ með töppum, sem ganga
inn í uppstandarana. Á annarri hliðinni er líka læsingarútbúnaður,
sem nú er brotinn. L. 26.8, br. 4.1, h. 5.6.
2. Annar gaflinn er víst nýr. Margir trétapparnir dottnir úr og
flísar brotnar af. Læsingin í sundur. Ómálaður. 5-Á.ac.
3. Útskurður er á hliðum, göflum og loki. Báðar hliðar eru sem
næst alveg eins, með upphleyptum bylgjuteinungi án nokkurs jafns
grunnflatar, skorið er allt að 4 mm djúpt niður. Stönglarnir eru næst-
um alls staðar minna en 1 sm að breidd, flatir að ofan, með innri út-
línum og þverböndum. Ein hliðargrein er í hverri beygju, vefst hún
upp og endar í „kringlu“ með tveimur gagnstæðum holjárnsstungum
og einu frammjóu blaði. Á lokinu, sitt hvorum megin við slárnar,
eru kílskurðarbekkir og fyrir innan þær, sitt hvorum megin, lítið
samhverft „tré“ með sömu dráttum og teinungarnir á hliðunum. 1
miðju eru nokkrir höfðaletursstafir. Annar gaflinn hefur tvær kíl-
skurðarraðir á uppstandaranum. Það sem eftir er af fletinum er fyllt