Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 103
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
107
hvorum megin við kambinn og sín línan á hvorum hliðarfleti. Frum-
stæður útskurður. Drekahöfuðið virðist hafa verið gert af mestu
öryggi.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun. Höfðaleturslínurnar: ragnHilldurbiarna
dotterakieflid
medriettuog
erueladþvikominn
6. L: Gjöf frá kand. Magnúsi Eiríkssyni í Kaupmannahöfn 19. 9.
1877. Neðan á trafakeflið er skrifað með bleki: Til Dr. Arthur Haze-
lius fra hans Ven Magnús Eiríksson. Þetta trafakefli gef eg vini mín-
um Arthur Hazelius.
7. „Búið til úr rekaviði.“ (R. Arpi í texta í Afbildningar, pl. 11.)
8. Afbildningar, pl. 11, fig. 49.
1. 35.131. Trafakefli úr beyki. Hönd á öðrum endanum, en beint
sexstrent handfang á hinum, upphækkaður kafli innan við hvort
handfang, yzt er nokkru lægri kaðalsnúningur. Keflið er nokkuð
þykkt, með skáflötum, hefluðum á efri kantana. L. 57.5, br. 6.9, h. 5.
2. Óskemmt, aðeins smáflísar af hér og þar. Ómálað. 74.1.aa.
3. Lauslega teiknaðir teinungar á kaflana innan við handföng-
in, eru þeir dregnir með innskornum línum: kaðalsnúningur næst
handföngunum. Á alla fimm fleti keflisins er innskorin áletrun með
latneskum upphafsstöfum. Innskorinn hringur er báðum megin á
hendinni, svo að hún lítur út eins og hún haldi um stöng. Innskorið
ártal er á beina handfanginu. Trafakeflið er vel smíðað, en útskurð-
urinn frumstæður og stafir margir öfugir.
4. Ártal: 1714.
5. Áletrun: ORNIOINSDTTERAÞETTAKIEFLEENEIN
GENANARHVRSEMÞADbAN
AR: HANDbRAGDMITTERHALRAL
IOTTH V ORCIEERSMID AD VELNIEFL
IOTT: HLIOTIESV < SEMCIEFLIDAÆVHCR
6. L: Fengið í skiptum fyrir 35.060 fráForngripasafninu, Reykja-
vík, af fil. kand. R. Arpi. Uppsalir. 23. 11. 1882.
7. L: „Trafakefli með undirkefli." Með blýanti: „Undirkeflið
ekki fundið 1932.“
H: Merkt: „1714“ m. m., sem erfitt er að lesa úr.