Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 51
ISLENZKUR TRÉSKURÐÚR 1 ERLENDUM SÖFNUM
55
með trétöppum. Með renniloki með lítið eitt útstandandi handfangi.
Á öðrum gaflinum er uppstandari, sem lokið grípur um.
2. Dálítið brotið af lokinu. Brúnmálaður (þó ekki það, sem skor-
ið er niður). 75.B.k.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Flatarmálsristur. Báðar
hliðar eins, tiglamunstur með innskornum línum og ferhyrningum
skornum upp úr tiglunum (tvær raðir). Á lokinu er sams konar tigla-
röð í miðju og krákustígsbekkur sem umgerð í kring. Á göflunum er
X með vinkillínum og kílskurði; kílskurðarumgerð í kring. Uppstand-
arinn á gaflinum er með tökkum. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá 18. öldinni.)
5. Áletrun engin.
6. L: Hazelius keypti hjá A. Feddersen 1887. Kaupmannahöfn.
Island. Dalasýsla.
1. 59.214. Stokkur (MÞ: Smástokkur) úr furu. Eintrjáningur
með renniloki, um það bil ferkantaður þverskurður, en hornin ávöl.
Mjókkar dálítið niður. L. 10.7, br. 4, h. 4.2.
2. Sprunginn. Leifar af brúnu bæsi? 75.B.k.
3. Á lokinu eru fjórir höfðaletursstafir. Jurtaskrautverk á báð-
um hliðum, teinungur, sem myndar liggjandi S-krók, með upphleyptri
verkan, skorið allt að 3 mm djúpt niður. Skurðurinn er þó ekki alveg
sá sami á báðum hliðum; stöngullinn er tiltölulega mjór á annarri,
á hinni er hann helmingi breiðari, allt að 1.2 sm, með vafningum,
sem enda í ávölu „þykkildi“. Blöðin eru fremur löng með mjóum eða
ávölum endum, sveigðum köntum og að nokkru leyti innskornum
miðstreng. — Ekki sérlega vandvirknislegt.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Gamallegur, líklega frá 18. öld.)
5. Áletrun: u i d a.
6. fsland. Dalasýsla. Hazelius keypti hjá A. Feddersen 1887.
Kaupman nahöf n.
1. 64-954. Stokkur úr furu, geirnegldur, botn festur á með tré-
töppum. Stokknum er skipt í tvö jafnstór hólf. Lokið hefur tappa-
læsingu úr beyki; margbrotin gerð. Botnflöturinn er 8.7 X 8.3, h.
(með loki, en án tappanna) 6.3.
2. Læsingin er ófullkomin (vantar einn tappa með tilheyrandi),
lokið dálítið sprungið. Grænmálaður bæði utan og innan. 75.1.m.
3. Tvær höfðaleturslínur á hliðum og göflum. Lokinu er skipt í