Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 60
64
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ávalir rimlar og milli þeirra breið, flöt spjöld (fjalir), eins á milli
langrimanna á hliðum og göflum. H. 18.9, br. 13.8, 1. 17.8.
2. Á lokið vantar alla rimlana og spjöldin á annarri hliðinni og
einn rimil á hinni. Spjald er brotið á annarri hliðinni. Smásprungur
og flísar brotnar af. Ómálaður. 311.B.w.
3. Allir ávölu rimlarnir eru rúðustrikaðir. Á báðum þakgöflun-
um er upphleypt, samhverft jurtaskrautverk, 2-3 mm hátt, myndað
af stönglum, sem vefjast upp móti toppnum. Stönglarnir eru að mestu
um 5 mm breiðir, flatir að ofan, með innri útlínum og þverböndum.
— Fremur klunnalegur útskurður.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá ofanverðri 18. öld.)
5. Áletrun engin.
6. L: ísland. Dalasýsla. Hazelius keypti hjá A. Feddersen 1887,
Kaupmannahöfn.
1. 6U-9US. Lár úr furu. Ferkantaðir hornstuðlar með ofurlítið af-
sneiddum köntum. Hnappar eru skornir á að ofan. Burstarlok með
tappahjörum. Hliðarnar og gaflarnir með langrimum, sem tappaðir
eru í stólpana að ofan og neðan, milli þeirra innfelld, lóðrétt spjöld
(fjalir). Botninn festur með trétöppum gegnum tvo lista, sem skotið
er inn í fals á stólpunum. L. 20.5, br. 19.8, h. 23.7.
2. Dálítið sprunginn og gisinn, að öðru leyti óskemmdur. Ómál-
aður. Á lokið vantar nokkuð af hinum áfestu skífum. 33. mynd. 13.Q.á.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Framgaflinn: Framan á
þakgaflinum er innskorin sexblaðarós innan í hring, kílskurðir eru
milli „blaðanna“; litlir innskornir undningar eru sinn hvorum megin
við hringinn. Langrimarnar: Upphleyptir bylgjuteinungar, skorið
um 2 mm djúpt niður milli stönglanna; undningur í hverri beygju,
stönglarnir eru flatir að ofan, um 5—7 mm breiðir. Á spjöldunum
er keðja af grunnt innrissuðum hringum, og heldur hún áfram á báð-
um hliðum og á hinum gaflinum. Hinn gaflinn: Á þakgaflinum er
sexblaðarós, með skipaskurði, innan í tvöföldum hring, kílskurðir eru
milli „blaðanna". Langrimarnar: Eins konar latneskir bókstafir,
skreyttir með upphleyptum skurði, 2-4 mm háum. Önnur hliðin, efri
langrim: Bókstafir með ofurlítið annarri gerð og enn þá meira út-
flúraðir. Neðri langrim: Bylgjuteinungur eins og á framgaflinum.
Hin hliðin, efri langrim: A með þessu undarlega letri, þar á eftir
innskorið NNO og ártal. Neðri langrim: Tvöfaldur bylgjuteinungur,
sem verkar að vissu leyti sem upphleyptur. Á hvora hinna hallandi