Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 114
118
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um og þar fyrir utan sívalt handfang, sem að lögun minnir á ljósker,
skreytt með innskornum línum, mjókkar til beggja enda og er holt
innan, með þrefaldan hring um miðjuna, þar sem eru fjögur ávöl op.
Innan í eru tvær lausar kúlur. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Keypt hjá Friðrik Möller, kaupm., Eskifirði, ísland. 12. 10.
1887.
7. L: Nýlega gert eftir gamalli fyrirmynd.
8. Peasant Art, fig. 64.
1. 56.565 b. Þráðarkefli (krókarefslcefli) úr birki, í aðalatriðum
sama gerð sem 56.565 a. L. 23.7.
2. Óskemmt, lítur út fyrir að vera nýtt. Ómálað. 47. mynd. 12.Z.V.
Jt7. mynd.
3. Kringlan í miðjunni er þrískipt, ytri partarnir eru sléttir, en
miðparturinn með innskornum skálínum, ,,kaðalsnúningur“. Við báða
endana eru einnig þrískiptar kringlur, við aðra þeirra er skorin
lykkja, svo að hún lítur út eins og „karfa“. í lykkjunni hangir önn-
ur, nokkru hærri ,,karfa“, ekki ósvipuð snældu að lögun, með upp-
hækkaðan hring um miðjuna og smáskorur í kantana að ofan og neð-
an. Utan við kringluna við hinn endann er hið sívala handfang. Það
er skorið til með tökkum á endanum og með ýmiss konar bekkjum og
beltum. Handfangið er holt innan og partur af því er lok. — Laglegt
verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Keypt hjá Friðrik Möller, Eskifirði, Island, 12. 10. 1887.
7. L: Nýlega gert eftir gamalli fyrirmynd.
8. Peasant Art, fig. 65.
1. 56.565 c. Þráðarkefli (krókarefskefli) úr birki. Sívalt kefli,
þannig tiltelgt, að þar verður sívalt, slétt kefli t.il að vinda á. Það er