Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 68
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. Höfðaleturslína á lokinu og ein á hvorri hlið. Innskorið ártal
á annan gaflinn. — Laglega gert.
4. Ártal: 1878.
5. Áletrun: markusinakristiansdott
irastapadalaprionastokk
innmedriettuþaderillaskn
6. L: R. Arpi keypti 1883. Uppsalir.
1. 38.849. Prjónastokkur úr furu, eintrjáningur, með renniloki.
Næstum alveg sívalur þverskurður (dálítið flatari að ofan). L. 32,
br. 3.5, h. 3.8.
2. Óskemmdur. Ómálaður. 5.Á.á.
3. Höfðaleturslína á lokinu og ein á hvorri hlið. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun. Höfðaletursáletrunin er erfið viðfangs.
6. L: Fil. kand. Rolf Arpi keypti 8. 12. 1883. Uppsalir.
1. 38.850. Prjónastokkur úr furu, eintrjáningur, með renniloki.
Ferkantaður þverskurður. L. 32, br. 3.4, h. 4.7.
2. Tvær litlar sprungur. Rauðmálaður bæði utan og innan, en
síðar; málningin þykkari á lokinu og hefur runnið niður eftir hlið-
unum; dálítið af köntum við gaflana sorfið af eftir fyrstu málningu.
73-A.w.
3. Lágt upphleyptir bylgjuteinungar á báðum hliðum, hér um bil
alveg eins. Stöngullinn er um 1 sm breiður með innri útlínum; hefst
í einu horninu og endar í blaðskúf úr fimm ávölum smáblöðum, flest
þeirra með innskorinni miðlínu, og tveimur gagnsettum stærri blöð-
um, eru þau frammjó og sveigð og með innri útlínum. Við upphafið
eru einnig tvö blöð af hvorri gerð. I hverri beygju er hliðargrein, sem
endar í þremur blöðum af ávölu gerðinni; nokkur slík blöð eru einnig
á einum tveimur stöðum á aðalstönglinum. Á miðju lokinu er fanga-
mark með stórum latneskum skrifstöfum með bogadregnum böndum
til beggja hliða. Samhverfir teinungsbútar liggja út frá þeim til hlið-
anna, eru þeir sams konar og teinungarnir á hliðunum. — Laglegur
útskurður.
4. Ártal. Innskorið á gaflana: 18 63.
5. Áletrun. Fangamarkið: G O D.
6. L: R. Arpi keypti 1883. Uppsalir.
7. L: Hliðarnar málaðar með járnmenju, lokið illa málað með
rauðri olíumálningu.