Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 125
ISLENZKUR TRESKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
129
Samkvæmt H nr. 150 í HS minnsta hf. Þar stendur: Gegnskorið
spjald, kórspjald, grænleitt, hefur verið að nokkru gyllt. Prýðilega
gjört. Slík spjöld voru undir bita, yfir kórdyrum. Góðir gripir.
Sennilega nr. 157 í HS stærsta hf.: Gagnskorið spjald, er verið
hefur annaðhvort yfir kórdyrum, undir bitanum, eða yfir dyrum í
innstu sætum, einkum máske að norðanverðri. -------Báðar þessar
f jalir (hér er átt við næst undangengið nr., 156, sem víst er sama sem
65057) fekk eg (1880) hjá hinum nafnkunna, ötula stórbónda Þórði
Þorsteinssyni á Leirá. Þegar hann kom að Leirá----- 1868, eignað-
ist hann fjalirnar í rusli eptir Jón sýslum. Thoroddsen; en hverki
hann né aðrir gátu sagt mér lengri sögu fjalanna, með fullri vissu.
-----Þórður hreppst. á Fiskilæk, sem nú (1880) er fullt 57 ára, byrj-
aður og uppalinn í Mela sókn, og bæði minnugur og fróður maður;
heldur, og minnir helzt, að þessar nú nefndu fjalir (pílárinn og dyra-
spjaldið) séu, frá fyrri tímum, úr Mela kirkju, og muni fyrir laungu
vera seldar þaðan, með úrgangi við kirkjubyggingu. Og virðist þetta
sennilegt, einkum meðan ekki verður sannað, að nefndur pílár og
dyraspjald sé úr Leirárkirkju. En þar getur engann rakið minni til
skorinna spjalda í hinni fyrri torfkirkju þar. Hér að auk sjest af mál-
daga Melakirkju eptir Mag. Brinjólf Sveinsson, frá 1642, að í þess-
ari kirkju hefur þá verið „hálfþyl milli kórs og kirkju með pílárum,
(og) kvennstóll með pílárum". Og í úttekt Melastaðar 1732 er pílára
getið í kirkjunni. Hafa þeir líklega verið í henni fram að 1840, þegar
hún í seinasta sinn var byggð upp sem torkirkja, máske til 1865,
þegar hún var gerð að timburkirkju. Af öllu útliti fjalanna að dæma,
sér í lagi gyllingu á dyraspjaldinu, má með vissu álykta, að þær séu
úr kirkju,------.
ð