Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 81
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
85
holunum og yfir sporbaugslöguðum augunum, sem hafa bátlagaðan
innskurð í miðju. Á ennið er innskorin bein miðlína og dálítill vinkill.
Sín höfðaleturslínan er á hvorri hlið, undir þeim bekkur af mjög ein-
földum „snúnum böndum“ og yfir lauslega dreginn teinungur af
flatri gotneskri gerð. — Fremur frumstætt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun. Höfðaleturslínurnar eru erfiðar viðfangs.
6. L: Fil. kand. Rolf Arpi, Uppsölum, fékk hjá „Forngripasafn-
inu“ 28.11. 1882 í skiptum fyrir ss 85.060. Samkvæmt S er hann kom-
inn í Forngripasafnið 3. 9. 1865 frá Guðmundi Einarssyni, bónda í
Mýdal í Mosfellssveit.1)
37. mynd.
7. L: Með höfðaletursáletrun, ekki fullkominni, því að nokkur
hluti hennar hefur staðið á lokinu, sem vantar.
MÞ: Áletrunin virðist vera svona: uerdefromumuirdumkattuifu
— mlykasnyollum giordi eg(?) s o e (þ. e. Verði frómum virðum
kátt, vífum líka snjöllum. Gjörði E. G. son o. e.).
1. 38.835. Spónastokkur úr furu, eintrjáningur með hverfiloki.
Venjulegt lag með mjóum miðhluta og tvær ávalar útvíkkanir til
endanna. Botninn flatur; allstórar framlengingar eru á báðum end-
um framan við útvíkkanirnar. L. um 48, br. 10, h. 13.
2. Nokkrar smásprungur og nokkrar flísar brotnar af. Málaður
ljósblár, lokið lítið eitt dekkra, málningin slitin. 37. mynd. 222.C.af.
3. Jurtaskrautverk á báðum framlengingunum og lokinu, all-
mikið upphleypt. Á annarri framlengingunni við typpið, sem hverfi-
lokið snýst á, er skorið mannsandlit. Á hinum endanum eru tvö minni
1) Sbr. Skýrslu um forngi'ipasafn I, bls. 120.