Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 110
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
6. L: Frá Helga presti Sigurðssyni, Akranes, ísland, 27.11.1888.
HS stærsta hf., nr. 34 í „Viðbót“:-------Keflið fekk eg ofan úr
Borgarfirði frá gamalli konu. Jónas Jónsson Árnasonar (ár 1885) á
Laxfossi útvegaði mér það.
7. HS minnsta hf.: Trafakefli, útskorið, með stafahnút á surtar-
brands?-þynnu á miðjunni (7. eða S. og D.)---------
HS stærsta hf.:-------Milli miðstöpuls og endastöpla hafa verið
3 skornir, eða sem snúnir rimlar á lopti langstir, en nú vantar suma
þeirra.
----eigdu keflið trefla. Það, sem þá kemur, er sökum fúa og galla,
miður læsilegt.
MÞ:-------Plata úr surtarbrandi (?) er greypt í miðkaflann og
S E D skorið á. (Les áletrunina þannig:)
þorngr — undmin — erþydog — fynþig — duskie — fledse (sic!)
— flaaudg — rundnett — semegse (?)----------isettei — gdukiefli —
dtrefla — s—i — e f idhe — flaskio — ttumdro — skackala ?----------
ignef z kiebl — idtrefla þ þ þ.
Áletrunin er óljós og ef til vill vantar eitthvað í hana; sýnist hafa
verið 2 erindi.-----
1. 155.811. Trafakefli úr birki, flatt (fjöl), mjög fatt. Upphækk-
að, undirskorið handfang á öðrum endanum. L. 90.2, br. 13, þ. (sjálf
fjölin) 2.
2. Smásprungur. Dálítið ormétið, að öðru leyti óskemmt.
3. Á báðum endaköntunum smá, kringlóttar dældir (eins og til
að halda fingrunum í). Fleiri raðir af kílskurðarbekkjum á afsneiddu
köntunum á fjölinni (mynda að nokkru leyti krákustígsbekki). Ein
röð á lóðréttu hliðunum. Krákustígsbekkir eru einnig á hinum hall-
andi hliðum handfangsins. Ofan á fjölinni, framan við handfangið,
eru sex hringar, hver á eftir öðrum. Sá yzti: Innskorinn hringur með
kílskurðarröð í kring og sexblaðarós innan í, blöðin dregin með inn-
skornum línum. Nr. 2: Innskorinn hringur með innskornum, ská-
strikuðum krossi innan í, útfylling af litlum krákustígsbekkjum (kíl-
skurður). Nr. 3: Innskorinn hringur með eins konar innskorinni
fjögrablaðarós, með fleiri bogalínum kringum armana. Nr. 4: Inn-
skorinn hringur með innskornum krossi með vinkillínum utan um
armana. Nr. 5: Hringur myndaður af fleiri kílskurðarbekkjum, hverj-
um innan í öðrum, innan í er sexblaðarós með skipaskurði og ytri út-
línum. Nr. 6: Sams konar hringur með burtskorna kringlu í miðj-