Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 141
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1956
Almenn safnstörf. Starfsmenn safnsins voru hinir sömu og síð-
astliðið ár, en auk þeirra Kristín R. Thorlacius, sem var ráðin ritari
í safninu frá 15. febrúar, samkvæmt heimild í fjárlögum. Kristín
byrjaði að vinna á safninum 15. janúar. Auk vélritunar og annarra
skrifstofustarfa, sem til falla, hefur hún byrjað á að gera spjaldskrá
yfir bókasafn safnsins í samræmi við þá fyrirætlun, sem greint var
frá í síðustu skýrslu.
Á síðastliðnu ári var að heita mátti lokið við uppsetningu í sýn-
ingarsali. Á þessu ári var því hægt að snúa sér meira að almennri
safnvinnu en hægt hefur verið undanfarin ár. Var unnið allmikið að
því að raða skipulega í geymslur einstökum safngripategundum, svo
sem myntasafni o. fl. og gera það aðgengilegt þeim, er rannsaka
vilja. Þá var og tekið til við skrásetningu gripa frá þeim árum, sem
hafa verið óskrásett um sinn. Verður allri þessari vinnu haldið áfram
á næsta ári, og er aldrei hörgull á viðfangsefnum af þessu tagi. Þar
með er og talin skrásetning mannamynda, þar sem jafnan bíður
mikið óunnið starf. Þess skal og getið, að nokkra mánuði vann á
safninu Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi, svo sem hann hefur
gert að undanförnu, við ýmsar lagfæringar og viðgerðir á. safn-
gripum.
Sýningar og aösókn. Safnið var opið almenningi 9 stundir á viku
eins og áður. Fjöldi almennra safngesta var 20.004, og er aðsókn
því enn vaxandi. Eru þó naumast fulltaldir hinir mörgu, sem fá að
sjá safnið utan sýningartíma, einkum útlendingar, sem sækja margir
safnið á sumrin. 1 þessu sambandi má geta þess, að dönsku konungs-
hjónin og fylgdarlið þeirra komu í safnið 12. apríl, og var sú koma
liður í opinberri móttöku þeirra hér á landi.
Engin sérsýning var á árinu beinlínis haldin á vegum safnsins.
En að undirlagi kirkjumálaráðuneytisins var efnt til vandaðrar sýn-
ingar í bogasalnum í tilefni af 900 ára afmæli Skálholtsstóls. Þjóð-
10