Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 29
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
33
1. 68.593. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum, hjörur
úr látúni. Okar eru festir undir enda loksins við gaflana. Nú er krók-
ur að framan til að loka með, en skráargat er á hliðinni og merki
sjást eftir skrá. L. 32.7, br. 16.1, h. 15.5.
2. Lítið skemmdur. Hjörur eru brotnar og festar saman með
járnvír. Ómálaður. 6.Á.b.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Báðar hliðamar eru eins,
strikheflaðar meðfram köntunum að ofan og neðan og innskorin lóð-
rétt lína við endana. Innan þessarar umgerðar er hringakeðja, hver
hringur er myndaður af tveimur innskornum hringum hvorum innan
í öðrum og einnig með innri útlínum. Þeir eru rúmlega 1 sm breiðir.
Innan í þeim eru smáskurðir, sem mynda takka. Einn „bátskurður"
er þar, sem hringarnir skera hver annan. Munstrið á lokinu er hér
um bil það sama, en hringarnir eru stærri, og skrautið innan í þeim
er líka dálítið öðru vísi. í tveimur þeim yztu (sem aðeins eru hálfir)
er kílskurður með tveimur vinkillínum fyrir utan. I hringunum, sem
heilir eru, er „bátskurður“, með kringskornum ferhyrningi með X-i
í, að ofan og neðan. Milli þeirra eru tveir innskornir ferhyrningar
með innsveigðum hliðum. Auk þessa eru þrír innskornir latneskir bók-
stafir. Annar gaflinn hefur sexblaðarós innan í hring. Allir „bát-
skurðir“ hafa kringskorna ferhyrninga með X eða „blóm“ eða „bönd“.
I þríhyrningunum milli armanna eru þrír þríhyrndir skurðir. Á hin-
um gaflinum er líka hringur, en hér með X, sem myndað er af bandi
með innri útlínum og með „bátskurði" á milli og nokkrum þríhyrnd-
um skurðum. — Vel gert.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: RÞD.
6. L: Island. Skagaströnd, norðarlega. Keyptur hjá A. Fedder-
sen. Kaupmannahöfn. 2. 5. 1891.
8. Peasant Art, fig. 12.
1. 68.598. Partar af kistli úr furu, báðar hliðar og báðir gaflar,
hefur verið festur saman með trétöppum. Skráargat á framhliðinni
og merki eftir skrá. Hliðarnar eru 26 sm að 1., gaflarnir 13.3; annar
gaflinn hefur sína upprunalegu hæð, og er hann 12.7 sm.
2. Vantar ofan af báðum hliðunum og öðrum gaflinum. Talsvert
margar sprungur. Leifar af rauðri málningu. 74.A.j.
3. Útskurður á hliðum og göflum. Jurtaskrautverk með upp-
hleyptri verkan, skorið allt að 4-5 mm djúpt niður. Stönglarnir eru
3