Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 55
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
59
rennilokið á honum, sem er slétt og ýngra. Hann er fremur pallkistill
enn trafa og hefur hann verið grænlitaður og upphaflega fremur vel
gerður. Hann er, að sögn, norðlendskur. Eg fekk hann hjá fyrrnefndri
Guðrúnu í Árnabúð. [Undir nr. næst á undan:---------hjá Guðrúnu
konu Jóns í Árnabúð á Akranesi,-------.]
7. L:------Bottnen bestár av delar ur ett annat odekorerat skrin,
ty spár av nyckelhál m. m. finnas i bottnen. ---(Kemur heim.)
1. 64.969. Stokkur, botn úr furu, hliðar úr beyki, gaflar úr eik.
Kestur saman með töppum, fals fyrir rennilok. L. 21.5, br. 10.2, h. 9.
81. mynd.
2. Lok vantar. Er orðinn nokkuð liðaður í samskeytunum. Að
•öðru leyti óskemmdur. Ómálaður. 75.1.n.
3. Flatt upphleyptur útskurður á hliðum og göflum. Á öðrum
gaflinum er Anno og ártal, skipt á tvær línur og lárétt, skástrikað
band á milli. Hinn gaflinn og hliðarnar hafa fléttaða og óreglu-
bundna, „dansandi“ teinunga. Stönglarnir eru allt að fullum 1 sm að
breidd, með innri útlínum; þverbönd eru með jöfnu millibili. Hver
grein vefst saman í undning og endar í ávölu „þykkildi“, en sendir
um leið út nýjan stöngul, sem endar eins og sá fyrri og þá sendir
venjulega út enn nýjan stöngul. Ártalið hefur sama búning sem stöngl-
arnir, en nokkrar þríhyrndar stungur til viðbótar. Teinungarnir eru