Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 15
kuml úr heiðnum sið
19
8. Ljótsstaðir, Hofshreppur, Skagafjarðarsýsla.
4. 7. 1959.
Haustið 1958 fundu vegagerðarmenn kuml á Ljótsstöðum á
Höfðaströnd. Ekki varð því við komið að rannsaka kumlið þegar í
stað, og dróst það þangað til 28. 6. 1959, er ég kom á staðinn.
Kumlið fannst á svonefndum Árhólum, sem eru blásnir melar við
Unadalsá, á að gizka 1 km frá bænum á Ljótsstöðum; en nokkru
styttra er frá kumlinu að bænum Á, sem er næst fyrir innan, gamlar
reiðgötur liggja um Árhóla, og þar er nú bílvegurinn. Á kumlstæð-
inu er fögur útsýn til sjávar, þar sem við blasa Þórðarhöfði og
Drangey, en dalurinn vinalegur inn að sjá, með Unadalsjökli fyrir
botni.
Þannig var umhorfs, þegar ég kom á staðinn, að hrafl af óheil-
legum mannabeinum lá undir grjóthrúgu á melnum, en leifar af
haugfé hjá ofanjarðar. Ámokstrarvél hafði skafið ofan af melnum
og fært leifar kumlsins úr stað. Yfir þeim hafði verið þúfunefna.
Eg skóf melinn þar sem þetta hafði verið, og kom þá í ljós botn
grafarinnar og við enda hennar annar grafarbotn, og hafði þar
verið heygður hestur, ugglaust til fóta manninum. Bein mannsins
voru flest úr stað færð af ámokstrarvélinni, en þó voru fáein óhreyfð
í austurenda hennar, og þau voru ekki í upprunalegri legu. Það er
því sýnilegt, að rótað hefur verið í þessu kumli fyrr á öldum, enda
voru hrossbeinin öll á tjá og tundri, þótt vélin hefði ekki snert
hrossgröfina.
Mannsgröfin sneri VSV-ANA, og hlýtur höfuð að liafa verið í
vesturenda. Breidd grafarinnar var 80 sm, en lengd óviss, af því
að vesturendinn var skertur. Gröfin hafði verið tekin lítið eitt niður
í mölina, og greinilega var grafarbotninn hærri í miðjunni (að endi-
löngu) en út til hliðanna, eins og hryggur eftir miðjum grafar-
botni. Við austurenda var 70 sm breitt haft, en þá tók við hross-
gi'öfin í beina stefnu af mannsgröfinni, óreglulega grófarlöguð,
120 sm að lengd, 80 sm að breidd. Ekkert fannst í henni nema
fáein hrossbein á tvístringi. — Frekar lítið grjót virðist hafa verið
í kumlum þessum.
Haugfé það, sem í kumlinu fannst, ber sennilega að skoða sem
b'tilfjörlegar leifar af því, sem upphaflega hefur verið. Nánar greint
ei' það sem hér segir:
Lítil plata úr tönn, sennilega hvaltönn, 4,3 sm að lengd, 2,3 sm að
breidd, um 8 mm á þykkt (5. mynd). Á öðrum enda er skorið upp