Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Page 19
KUML úr heiðnum sið
23
'mynd. Kumlstæöi á Austarahóli í Fljótum, séö heiman frá bænum; kumliö
innan hvíta hringsins.
vita, að þarna væri rannsóknarefni, og hætti þar með verki sínu á
Þessum stað, en bóndinn á Austarahóli, Ásmundur Frímannsson,
gerði ráðstafanir til að þjóðminjaverði yrði tilkynnt um fundinn.
Kom ég á staðinn að morgni hins 17. ágúst í fylgd með Lárusi Her-
niannssyni frá Yztamói og rannsakaði minjarnar þann dag.
Nánar tiltekið er staðurinn um 100 m suður og niður (suðvestur)
trá bænum á Austarahóli (6. mynd), í beinni línu, sem dregin væri
ttilli íbúðarhússins og fjárhúsa í Neskoti, framar í dalnum og
vestan árinnar. Augljóst var þegar í stað, að þarna var kuml frá
heiðni, og virtist auðséð, að hrossbeinin væru til fóta í gröf, sem
enn væri að öðru leyti óhreyfð og óskemmd af jarðýtunni. Hross-
beinin voru hins vegar mörg úr lagi færð, en þó ekki öll. Engin
'iöfuðbein sáust né heldur tennur, en jarðýtustjóri hafði grun um,
að eitthvað af beinum hefði í fyrstu atrennu borizt upp í veginn.
Kynnu höfuðbeinin að hafa verið þar með. Rétt framan við hross-
keinin lágu járnbrot, sem rótað hafði verið við lítils háttar, sýni-