Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Page 32
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
með til-þess, en þó skulu höfuðatriði rifjuð upp (12. mynd). Kumlið
var í malargryfjubarminum og lítið eitt hrunið úr því inn í gryfj-
una. Grafin hafði verið aflöng gröf, að öllu samanlögðu 4,70 m
að lengd, 80—90 sm að breidd, 60 sm á dýpt, og var tekin 20—30
sm ofan í smiðjumó, sem grunnt er á um allt holtið. Gröfin sneri
SSV—NNA. 1 vesturenda grafar varð vart mannabeinaleifa, en
öllu var þar umbylt af kumlabrjótum og trúlegt, að blandazt hafi
saman bein úr fleiri en einu kumli, því að beinaleifar þessar reynd-
13. mynd. Ytra-Garðshorn, 1. kuml; leifar af haug-
fé; þrjár töflur úr hneftafli neöst. 1:2.
ust vera úr tveimur gömlum mönnum og áttu saman kjálki, sem
kom úr jarðýtufari, og höfuðkúpubrot í vesturenda grafarinnar.
Með beinaleifunum fundust leifar haugfjár (Kuml og haugfé, bls.
119, 32. mynd, hér 13. mynd):
Tvær sörvistölur, önnur stór og kringlótt raftala, hin gul gler-
tala með sex marglitum stjörnum.
Þrjár töflur úr hneftafli, allar úr rauðum mjúkum steini.
Met úr blýi, ferstrendingur, nokkuð skaddað, 1,344 g að þyngd.
Járnbrot nokkur, flest naglar, fremur grannir, en auk þess kúpt
spöng, með gati á öðrum enda og járnlykkju í. Naglarnir og spöng-
in gætu ef til vill verið úr kistli.
í austurenda grafarinnar voru beinagrindur tveggja hesta, sem
báðir höfðu snúið lend að mannsgröfinni, en höfði til norðausturs.