Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Side 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Side 88
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS steinar oftast úr brenndum leir — sýna, að vefstaðurinn hefur ver- ið mjög útbreiddur í „gamla heiminum", þ. e. í Evrópu og Austur- löndum nær. En frá síðarnefnda svæðinu eru til fundir allt frá 7. árþúsundi f. Kr.13 Því kemur ekki á óvart, að til skuli vera frá svæðinu öllu dúkleifar með sams konar einkennandi upphafsjöðr- um. En samt er nokkurs um vert að geta bent á, að smáatriði sem þetta, varðandi notkun vefstaðarins, hafi fylgt honum svo víða og lengi. Upphafsjaðrar af þessari alveg einstæðu gerð eru ekki tækni- leg nauðsyn, heldur áþreifanlegt dæmi um menningaráhrif, sem berast milli landa. Upphafsjaðrarnir virðast því benda til sambands fíngerðu efn- anna við gamla vefstaðinn. Þar við bætist, að skekking hringa- og oddavaðmáls, eins og hún kemur fram í þessum efnum, virðist vera eðlileg afleiðing af tæknilegum sérkennum vefstaðarins; hún byggist beinlínis á skiptingu þungans milli tveggja raða af kljá- steinum, sem halda fyrirþráðum og bakþráðum í jafnvægi.11 Meðal skjala Þjóðminjasafnsins er lýsing, sú eina, sem til er, á því, hvernig gert er fyrir vaðmáli.15 Þar hefur fengizt vitneskja um eina meginreglu vefnaðar með mörgum sköftum í gamla vefstaðn- um, og eftir þessari reglu er einmitt farið við vefnað á skekktu vaðmálunum. I riti sínu frá 1938 um Bjarkeyjartextíla, setti Agnes Geijer fram þá hugmynd, að fíngerðu hringavaðmálin frá víkingaöld væru hin sömu og nefnd voru í evrópskum heimildum frá 9. öld pallia fresonica eða frísneskt klæði.16 Frá þessum tíma eru engar heim- ildir til, sem greina frá þróuðu vefnaðarhandverki í Evrópu, held- ur virðist vefnaður þá fyrst og fremst hafa verið kvennavinna. Agnes Geijer gat þess til, að fíngerðu efnin hefðu verið ofin á kvennaverkstæðum, genitia, á kvaðajörðum báðum megin Ermar- sunds. 1 riti, sem út kom 1964, hefur greinarhöfundur andmælt þessu, m. a. með skírskotun til þess, að ekki sé hægt að ímynda sér svo vandaða staðlaða framleiðslu unna öldum saman á kvennaverk- stæðum, þar sem starfsmannaskipti voru tíð.17 Hvar á þá að leita framleiðslustaðarins? Til þess að finna rót- gróna stétt faglærðra vefara, verður að leita til Austurlanda. Þar hefur vefnaður fíngerðra ullardúka tíðkazt frá fornu fari. Og í Palmyra í Sýrlandi og Antinoe í Egyptalandi hafa reyndar fund- izt ullarefni áþekk evrópsku efnunum að gerð og gæðum. Eru þau miklum mun eldri, frá 2.—3. öld e. Kr.ls
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.