Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Síða 105
ELLEN MARIE MAGER0Y
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í ERLENDUM
SÖFNUM
VI
GRIPIR í RINGKJ0BING MUSEUM, DANMÖRKU
FORMÁLl
Þessi skrá er hin 6. og síðasta í röðinni af skrám yfir söfn út-
skorinna íslenzkra trémuna í erlendum söfnum. Svo er að sjá sem
safnið í Ringköbing sé hið þriðja í röðinni að hlutafjölda og komi
næst eftir Nordiska Museet, Stokkhólmi, og Nationalmuseet, Kaup-
mannahöfn. Því að í Ringköbing eru reyndar ekki færri en 57 hlutir,
og er þá ekki meðtalið eitt brot, sem er ef til vill ekki íslenzkt að
uppruna (talið síðast í þessari skrá).
Allir hlutirnir eru frá einum og sama safnara, stórkaupmann-
inum Leonhard Tang í Hellerup hjá Kaupmannahöfn. Hann var
fi'á Ringköbing og einn af stofnendum safnsins þar. Safnið var
stofnað árið 1908, og að því er ráða má af mjög stuttri „Skrá um
gripi Safnfélagsins í Ringköbing og næsta nágrenni“ gaf hann því
skömmu síðar m. a. 26 íslenzka útskorna tréhluti. Þeir bera nefni-
íega allir tiltölulega lág númer, frá 161 til 182. Alla hina íslenzku
hlutina gaf ekkja hans safninu 1931 eða 1932, og bera þeir safntöl-
ui'nar 2356—2359. Ókunnugt er með öllu, hvar Tang stórkaupmað-
ui’ hafði fengið hlutina.
I skránni eru stundum margir hlutir færðir undir sama númeri,
uðrir hafa nú ekki lengur neitt númer, svo að torvelt getur verið
uð finna hvað er hvað. I þessari skrá minni hef ég því sjálf gefið
hlutunum númer, en bætt safnnúmeri við í svigum, þegar hægt hef-
ur verið. Annars er skráin gerð eftir sama kerfi og hinar fyrri
(sjá formála að hinni fyrstu, Árbók 1955—1956).