Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 10
10
NORÐURLJ ÓSIÐ
móður í slíkum málum. Fáðu samþykki foreldranna áður en farið
er út í hj ónabandið!
8. Sannkristið fólk ætti ekki að ákveða hjónaband án skýrrar
leiðbeiningar Guðs.
Hjónabandið ætti að vera alvarlegt bænarefni sannkristins fólks.
Sannkristið, ungt fólk gerir vel, ef það ákveður, áður en það verður
ástfangið, að vilji Guðs skuli ráða hjónabandi þess, eftir því sem
það bezt getur þekkt hann. Af þessu leiðir það, að sérhver ung, trú-
uð stúlka veit fyrirfram, að ófrelsaður maður á ekki að verða maki
hennar. Hún mun gæta hjarta síns gagnvart þess konar manni, sem
á engan rétt til ástar hennar né eiginorðs. Sérhver ungur, sannkrist-
inn maður veit þá fyrirfram, að léttúðug, hégómleg og heimsleg ung
stúlka, sem þóknast ekki Guði með líferni sínu, er ekki hæf til að
verða brúður hans, maki hans, hans önnur hönd og hluttaki í þjón-
ustu Drottins Jesú, sem dó fyrir hann. Fyrirfram skyldi sannkristið
fólk ákvarða: að elska og giftast aðeins eftir vilja Guðs. Sú ákvörð-
un mun afstýra mikilli hjartasorg og erfiðleikum.
Setjum svo, að biðill virðist sannkristinn maður, göfuglyndur,
aðdáunarverður og elskulegur? Setjum svo, að mærin sé þess full-
viss, að hún elski hann? Hvað á hún þá að gera? Hún á fyrir alvöru
að biðja til Guðs, sárbiðja hann um leiðbeiningu heilags Anda, sár-
beiðast þess, að Guð hjálpi henni til að vita vilja hans og að hún
geri ekki glappaskot. Hún ætti ekki að giftast fyrr en hún á ljúfan
frið í hjarta sínu, sem bendir til, að Guð sé ánægður. Enginn ungur
maður ætti að biðja stúlku að giftast honum fyrr en hann hefir rætt
málið við Guð, og með innilegri bæn og íhugun fengið í hjarta sitt
indæla fullvissu um, að þetta sé eftir vilja Guðs, að ást hans sé gjöf
frá Guði, að velþóknun Guðs hvíli yfir ráðagerð hans um hjóna-
bandið.
Ég man eftir löngum sveitavegi, sem lá framhjá menntaskólanum,
þar sem ég kynntist unnustu minni (nú kona mín í 24 ár [þegar bók-
in var rituð, 50 ár á þessu ári 1971. Þýð.]). Stundum saman gekk
ég fram og aftur eftir þessum vegi og leit öðru hvoru upp í glugg-
ann, þangað sem ljósið skein úr herbergi unnustu minnar, meðan
ég talaði við Guð um ást mína og sárbað hann að láta mig ekki gera
glappaskot, að láta mig ekki breyta á móti vilj a hans. Þá fyrst er ég
var fullviss um, að Guð hafði gefið mér frið og þessi ást væri frá